Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 00:14 Tveir menn horfa á reykinn sem stígur upp frá Gasasvæðinu. AP Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hvatti til hefndaaaðgerða í gær eftir að Ísraelar drápu Saleh al-Arouri, næstráðanda Hamas, í loftárás á Beirút 2. janúar. Nasrallah sagði að ef Hezbollah myndi ekki svara fyrir sig þá yrði Líbanon í heild sinni berskjaldað fyrir árásum Ísraels. Til að reyna að lægja öldurnar á svæðinu hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið í diplómatatúr um Miðausturlönd en það er í fjórða sinn sem hann fer í slíkt ferðalag frá því átökin milli Ísrael og Hamas hófust fyrir þremur mánuðum síðan. „Það er bráðnauðsynlegt að forðast það að Líbanon verði dregið inn í átökin á svæðinu,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í Beirút en hann er sjálfur á díplómatatúr um Miðausturlönd. Hezbollah svara fyrir morð á Hamas-liða Hezbollah segjast hafa skotið 62 eldflaugum í átt að loftvarnastöð á Meron fjalli og hæft stöðina í fyrstu árásunum eftir morðið á Arouri. Einnig héldu samtökin því fram að þau hefðu hæft tvær herstöðvar Ísraela við landamærin. Fulltrúar ísraelshers staðfestu að 40 eldflaugum hefði verið skotið í átt að herstöðvum við Meron. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði að engan hefði sakað í árásunum. Habari sagði jafnframt að Ísraelsher hefði svarað fyrir sig með árásum á þær hersveitir Hezbollah sem skutu eldflaugunum og aðrar herstöðvar samtakanna. Hezbollah segja að sex hermanna sinna hefðu verið drepnir á laugardag. Mannfall samtakanna frá því átökin hófust er því komið upp í 150. „Ekki megi stöðva stríðið“ Undanfarnar vikur hefur Ísraelsher dregið úr árásum sínum í norðurhluta Gasa og beinir sókn sinni nú að suðurhluta Gasa. Þangað er búið að þrýsta 2,3 milljónum Palestínubúa í alltof lítið svæði og því hefur verið varað við að það stefni í mannúðarkrísu á svæðinu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, ítrekaði í yfirlýsingu að „ekki megi stöðva stríðið“ fyrr en búið er að ná yfirlýstum markmiðum Ísraela: að útrýma Hamas, endurheimta ísraelska gísla og tryggja að það muni ekki standa frekari ógn af Gasa. Það sér ekki fyrir endalokin á hryllingnum í Palestínu ef marka má orð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.AP Heilbrigðisráðuneytuð í Gasa greindi frá því á laugardag að 122 Palestínubúar hefðu verið drepnir á yfirstandandi sólarhring. Heildarmannfall frá upphafi stríðsins væri því komið upp ú 22.722 en þar er ekki greint á milli almennra borgara og hermanna. Að sögn ráðuneytisins eru tveir þriðju hinn látnu konur og börn. Fjöldi særðra sé nú kominn upp í 58.166 manns. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hvatti til hefndaaaðgerða í gær eftir að Ísraelar drápu Saleh al-Arouri, næstráðanda Hamas, í loftárás á Beirút 2. janúar. Nasrallah sagði að ef Hezbollah myndi ekki svara fyrir sig þá yrði Líbanon í heild sinni berskjaldað fyrir árásum Ísraels. Til að reyna að lægja öldurnar á svæðinu hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið í diplómatatúr um Miðausturlönd en það er í fjórða sinn sem hann fer í slíkt ferðalag frá því átökin milli Ísrael og Hamas hófust fyrir þremur mánuðum síðan. „Það er bráðnauðsynlegt að forðast það að Líbanon verði dregið inn í átökin á svæðinu,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í Beirút en hann er sjálfur á díplómatatúr um Miðausturlönd. Hezbollah svara fyrir morð á Hamas-liða Hezbollah segjast hafa skotið 62 eldflaugum í átt að loftvarnastöð á Meron fjalli og hæft stöðina í fyrstu árásunum eftir morðið á Arouri. Einnig héldu samtökin því fram að þau hefðu hæft tvær herstöðvar Ísraela við landamærin. Fulltrúar ísraelshers staðfestu að 40 eldflaugum hefði verið skotið í átt að herstöðvum við Meron. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði að engan hefði sakað í árásunum. Habari sagði jafnframt að Ísraelsher hefði svarað fyrir sig með árásum á þær hersveitir Hezbollah sem skutu eldflaugunum og aðrar herstöðvar samtakanna. Hezbollah segja að sex hermanna sinna hefðu verið drepnir á laugardag. Mannfall samtakanna frá því átökin hófust er því komið upp í 150. „Ekki megi stöðva stríðið“ Undanfarnar vikur hefur Ísraelsher dregið úr árásum sínum í norðurhluta Gasa og beinir sókn sinni nú að suðurhluta Gasa. Þangað er búið að þrýsta 2,3 milljónum Palestínubúa í alltof lítið svæði og því hefur verið varað við að það stefni í mannúðarkrísu á svæðinu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, ítrekaði í yfirlýsingu að „ekki megi stöðva stríðið“ fyrr en búið er að ná yfirlýstum markmiðum Ísraela: að útrýma Hamas, endurheimta ísraelska gísla og tryggja að það muni ekki standa frekari ógn af Gasa. Það sér ekki fyrir endalokin á hryllingnum í Palestínu ef marka má orð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.AP Heilbrigðisráðuneytuð í Gasa greindi frá því á laugardag að 122 Palestínubúar hefðu verið drepnir á yfirstandandi sólarhring. Heildarmannfall frá upphafi stríðsins væri því komið upp ú 22.722 en þar er ekki greint á milli almennra borgara og hermanna. Að sögn ráðuneytisins eru tveir þriðju hinn látnu konur og börn. Fjöldi særðra sé nú kominn upp í 58.166 manns.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03