Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 00:14 Tveir menn horfa á reykinn sem stígur upp frá Gasasvæðinu. AP Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hvatti til hefndaaaðgerða í gær eftir að Ísraelar drápu Saleh al-Arouri, næstráðanda Hamas, í loftárás á Beirút 2. janúar. Nasrallah sagði að ef Hezbollah myndi ekki svara fyrir sig þá yrði Líbanon í heild sinni berskjaldað fyrir árásum Ísraels. Til að reyna að lægja öldurnar á svæðinu hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið í diplómatatúr um Miðausturlönd en það er í fjórða sinn sem hann fer í slíkt ferðalag frá því átökin milli Ísrael og Hamas hófust fyrir þremur mánuðum síðan. „Það er bráðnauðsynlegt að forðast það að Líbanon verði dregið inn í átökin á svæðinu,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í Beirút en hann er sjálfur á díplómatatúr um Miðausturlönd. Hezbollah svara fyrir morð á Hamas-liða Hezbollah segjast hafa skotið 62 eldflaugum í átt að loftvarnastöð á Meron fjalli og hæft stöðina í fyrstu árásunum eftir morðið á Arouri. Einnig héldu samtökin því fram að þau hefðu hæft tvær herstöðvar Ísraela við landamærin. Fulltrúar ísraelshers staðfestu að 40 eldflaugum hefði verið skotið í átt að herstöðvum við Meron. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði að engan hefði sakað í árásunum. Habari sagði jafnframt að Ísraelsher hefði svarað fyrir sig með árásum á þær hersveitir Hezbollah sem skutu eldflaugunum og aðrar herstöðvar samtakanna. Hezbollah segja að sex hermanna sinna hefðu verið drepnir á laugardag. Mannfall samtakanna frá því átökin hófust er því komið upp í 150. „Ekki megi stöðva stríðið“ Undanfarnar vikur hefur Ísraelsher dregið úr árásum sínum í norðurhluta Gasa og beinir sókn sinni nú að suðurhluta Gasa. Þangað er búið að þrýsta 2,3 milljónum Palestínubúa í alltof lítið svæði og því hefur verið varað við að það stefni í mannúðarkrísu á svæðinu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, ítrekaði í yfirlýsingu að „ekki megi stöðva stríðið“ fyrr en búið er að ná yfirlýstum markmiðum Ísraela: að útrýma Hamas, endurheimta ísraelska gísla og tryggja að það muni ekki standa frekari ógn af Gasa. Það sér ekki fyrir endalokin á hryllingnum í Palestínu ef marka má orð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.AP Heilbrigðisráðuneytuð í Gasa greindi frá því á laugardag að 122 Palestínubúar hefðu verið drepnir á yfirstandandi sólarhring. Heildarmannfall frá upphafi stríðsins væri því komið upp ú 22.722 en þar er ekki greint á milli almennra borgara og hermanna. Að sögn ráðuneytisins eru tveir þriðju hinn látnu konur og börn. Fjöldi særðra sé nú kominn upp í 58.166 manns. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hvatti til hefndaaaðgerða í gær eftir að Ísraelar drápu Saleh al-Arouri, næstráðanda Hamas, í loftárás á Beirút 2. janúar. Nasrallah sagði að ef Hezbollah myndi ekki svara fyrir sig þá yrði Líbanon í heild sinni berskjaldað fyrir árásum Ísraels. Til að reyna að lægja öldurnar á svæðinu hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið í diplómatatúr um Miðausturlönd en það er í fjórða sinn sem hann fer í slíkt ferðalag frá því átökin milli Ísrael og Hamas hófust fyrir þremur mánuðum síðan. „Það er bráðnauðsynlegt að forðast það að Líbanon verði dregið inn í átökin á svæðinu,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í Beirút en hann er sjálfur á díplómatatúr um Miðausturlönd. Hezbollah svara fyrir morð á Hamas-liða Hezbollah segjast hafa skotið 62 eldflaugum í átt að loftvarnastöð á Meron fjalli og hæft stöðina í fyrstu árásunum eftir morðið á Arouri. Einnig héldu samtökin því fram að þau hefðu hæft tvær herstöðvar Ísraela við landamærin. Fulltrúar ísraelshers staðfestu að 40 eldflaugum hefði verið skotið í átt að herstöðvum við Meron. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði að engan hefði sakað í árásunum. Habari sagði jafnframt að Ísraelsher hefði svarað fyrir sig með árásum á þær hersveitir Hezbollah sem skutu eldflaugunum og aðrar herstöðvar samtakanna. Hezbollah segja að sex hermanna sinna hefðu verið drepnir á laugardag. Mannfall samtakanna frá því átökin hófust er því komið upp í 150. „Ekki megi stöðva stríðið“ Undanfarnar vikur hefur Ísraelsher dregið úr árásum sínum í norðurhluta Gasa og beinir sókn sinni nú að suðurhluta Gasa. Þangað er búið að þrýsta 2,3 milljónum Palestínubúa í alltof lítið svæði og því hefur verið varað við að það stefni í mannúðarkrísu á svæðinu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, ítrekaði í yfirlýsingu að „ekki megi stöðva stríðið“ fyrr en búið er að ná yfirlýstum markmiðum Ísraela: að útrýma Hamas, endurheimta ísraelska gísla og tryggja að það muni ekki standa frekari ógn af Gasa. Það sér ekki fyrir endalokin á hryllingnum í Palestínu ef marka má orð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.AP Heilbrigðisráðuneytuð í Gasa greindi frá því á laugardag að 122 Palestínubúar hefðu verið drepnir á yfirstandandi sólarhring. Heildarmannfall frá upphafi stríðsins væri því komið upp ú 22.722 en þar er ekki greint á milli almennra borgara og hermanna. Að sögn ráðuneytisins eru tveir þriðju hinn látnu konur og börn. Fjöldi særðra sé nú kominn upp í 58.166 manns.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03