Afglapavæðing? Þóra Bergný Guðmundsdóttir skrifar 7. janúar 2024 10:02 Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.Þegar við Seyðfirðingar heyrðum fyrst af áformum erlends fyrirtækis og hlaupastráka þeirra um að smella litlum 10 þúsund tonnum af norskum eldislaxi í fjörðinn okkar, tók það ekki nema 2-3 daga að virkja íbúa bæjarins og að safna undirskriftum undir þessa einföldu kröfu: „Við undirrituð leggjumst alfarið gegn öllum áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði“ Fólk gekk hús úr húsi, bankaði á dyr og bað um undirskrift allra sem höfðu náð kosningaaldri. Flestir skrifuðu undir undir og þykkum bunka lista var skilað til okkar nýja yfirvalds í Múlaþingi. Þrátt fyrir breið bros og kurteislegt viðmót voru því miður strax bornar brigður á þennan eindregna vilja íbúa. Kannski var þetta ekki að marka, kannski voru þeir Andrés önd og Mikki mús báðir á þessum listum. Í framhaldinu sýndi okkar nýja sveitarstjórn, sveitarstjórn Múlaþings, þó þá ábyrgð að fela Gallup að athuga hvort þetta væri raunverulega svona. Vildi fólk virkilega ekki fórna náttúrufari og staðarmenningu sinni fyrir aukna hagsæld og meint ný störf? Niðurstaðan var skýr . 75% aðspurðra voru afdráttarlausir í sinni afstöðu gegn laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum. Við Seyðfirðingar vorum sem sagt ekki ginkeyptir og við vildum ekki fleiri skyndilausnir. Síldarárin voru í sinni rómantísku fortíðarbirtu enn í fersku minni bæjarbúa. Brjáluð vinna en bærinn var nánast í henglum, þegar þeim ágæta og beinmarga fiski var nánast útrýmt af miðunum og við þurftum að hysja upp um okkur, þvo af okkur hreistrið og finna ný bjargráð. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Við vissum þó að samfélagið bjó yfir auði sem lá í einstöku náttúrufari og kaupstað sem bjó yfir dýrmætum húsaarfi og frjóum hugmyndum. Það var bærinn okkar og varð svo bærinn allrar þjóðarinnar sem og ungs fólks víðsvegar að úr heiminum, sem kaus að setjast þar að. Staðurinn hafði skapað sér orðspor, sem ekki verður hannað á auglýsingastofum. Fallegu gömlu húsin, sem eitt sinn höfðu verið þyrnir í augum sumra, höfðuðu til unga fólksins og það hafði ráð á að kaupa þau og eignast þak yfir höfuðið. Bærinn umbreyttist fyrir atorku íbúanna í stolta og litríka heimabyggð og varð einn rómaðisti áfangastaður á Austurlandi. Þangað sótti bæði innlendir og erlendir gestir. Vinnufúsar hendur tóku til við að skrapa, mála og bæta. Gömlu húsin vörpuðu öndinni léttar og öðluðust nýtt líf og sum nýtt hlutverk. Trésmíðaverkstæðið varð alþjóðlegu sýningarými, gamli Útvegsbankinn að rómantísku hóteli, verslunarhús Jóns G. hýsir tvo landsþekkta veitingastaði, gamall síldarbraggi hýsti unga ferðalanga, starfsfólk sýslumannsembættisins flutti úr hreysi í höll. Pósthúsið varð að hóteli og símstöðin að ráðhúsi. Gamli Spítalinn að heimavist fyrir framsækinn Listaskóla. Félagsheimilið gekk líka endurnýjun lífdaga og bauð upp á einu opinberu bíósýningar sem mögulegt var að sjá á landinu frá Akureyri og allt suður til Selfoss. Jafnvægi hafði náðst og flestir undu glaðir við sitt. En nú mæta spekúlantar með peningaglóð í glyrnum og finnst að þeir verði að sjá aumur á okkur, skaffa okkur lífsviðurværi og útvega örfá störf í kringum lúsétna og þrautpínda laxa í sjókvíum í okkar langa, þrönga og lygna firði. Til að að leggja áherslu á þessa brýnu nauðsyn brugðu kvótaeigendurnir á það ráð að loka bolfiskvinnslu staðarins, sem rekin hafði verið í áratugi á Seyðisfirði og fluttu vinnsluna yfir til Grindavíkur, að sögn til hagræðis og á flótta undan hugsanlegri ofanflóðavá. Þessu góða fólki mætir nú innanflóðavá á öðru landshorni. Verði þeim að góðu. Þegar við Seyðfirðingar gengum gengjum í eilífðarhjónaband með ólíkum byggðarlögum; Fljótsdalshéraði, Djúpavogi og Borgarfirði eystri var okkur lofað að það væri aðeins hagræðing sem einfaldaði stjórnsýslun en áfram gætum við sungið með okkar nefi og ráðið okkar innri málefnum. En þrátt fyrir það eru nú hagsmunir annarstaðar í þessu stóra og sameinaða sveitarfélagi meira aðkallandi en hagsmunir Seyðfirðinga. Nú hefur ekki borist einn einasti lúsétinn laxasporður í laxasláturhúsið á Djúpavogi í marga mánuði, vegna blóðþorra og annara plága, í marga mánuði og erlenda verkafólkið, sem þar er við störf, hefur þurft að dunda sér við að mála og þrífa og gera klárt fyrir 10 þúsund tonnin af laxi, sem búist er við að komi úr sjókvíunum í Seyðisfirði. En ég segi ykkur kæru félagar, það mun aldrei verða. Höfundur er félagi í VÁ, arkitekt og hótelhaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.Þegar við Seyðfirðingar heyrðum fyrst af áformum erlends fyrirtækis og hlaupastráka þeirra um að smella litlum 10 þúsund tonnum af norskum eldislaxi í fjörðinn okkar, tók það ekki nema 2-3 daga að virkja íbúa bæjarins og að safna undirskriftum undir þessa einföldu kröfu: „Við undirrituð leggjumst alfarið gegn öllum áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði“ Fólk gekk hús úr húsi, bankaði á dyr og bað um undirskrift allra sem höfðu náð kosningaaldri. Flestir skrifuðu undir undir og þykkum bunka lista var skilað til okkar nýja yfirvalds í Múlaþingi. Þrátt fyrir breið bros og kurteislegt viðmót voru því miður strax bornar brigður á þennan eindregna vilja íbúa. Kannski var þetta ekki að marka, kannski voru þeir Andrés önd og Mikki mús báðir á þessum listum. Í framhaldinu sýndi okkar nýja sveitarstjórn, sveitarstjórn Múlaþings, þó þá ábyrgð að fela Gallup að athuga hvort þetta væri raunverulega svona. Vildi fólk virkilega ekki fórna náttúrufari og staðarmenningu sinni fyrir aukna hagsæld og meint ný störf? Niðurstaðan var skýr . 75% aðspurðra voru afdráttarlausir í sinni afstöðu gegn laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum. Við Seyðfirðingar vorum sem sagt ekki ginkeyptir og við vildum ekki fleiri skyndilausnir. Síldarárin voru í sinni rómantísku fortíðarbirtu enn í fersku minni bæjarbúa. Brjáluð vinna en bærinn var nánast í henglum, þegar þeim ágæta og beinmarga fiski var nánast útrýmt af miðunum og við þurftum að hysja upp um okkur, þvo af okkur hreistrið og finna ný bjargráð. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Við vissum þó að samfélagið bjó yfir auði sem lá í einstöku náttúrufari og kaupstað sem bjó yfir dýrmætum húsaarfi og frjóum hugmyndum. Það var bærinn okkar og varð svo bærinn allrar þjóðarinnar sem og ungs fólks víðsvegar að úr heiminum, sem kaus að setjast þar að. Staðurinn hafði skapað sér orðspor, sem ekki verður hannað á auglýsingastofum. Fallegu gömlu húsin, sem eitt sinn höfðu verið þyrnir í augum sumra, höfðuðu til unga fólksins og það hafði ráð á að kaupa þau og eignast þak yfir höfuðið. Bærinn umbreyttist fyrir atorku íbúanna í stolta og litríka heimabyggð og varð einn rómaðisti áfangastaður á Austurlandi. Þangað sótti bæði innlendir og erlendir gestir. Vinnufúsar hendur tóku til við að skrapa, mála og bæta. Gömlu húsin vörpuðu öndinni léttar og öðluðust nýtt líf og sum nýtt hlutverk. Trésmíðaverkstæðið varð alþjóðlegu sýningarými, gamli Útvegsbankinn að rómantísku hóteli, verslunarhús Jóns G. hýsir tvo landsþekkta veitingastaði, gamall síldarbraggi hýsti unga ferðalanga, starfsfólk sýslumannsembættisins flutti úr hreysi í höll. Pósthúsið varð að hóteli og símstöðin að ráðhúsi. Gamli Spítalinn að heimavist fyrir framsækinn Listaskóla. Félagsheimilið gekk líka endurnýjun lífdaga og bauð upp á einu opinberu bíósýningar sem mögulegt var að sjá á landinu frá Akureyri og allt suður til Selfoss. Jafnvægi hafði náðst og flestir undu glaðir við sitt. En nú mæta spekúlantar með peningaglóð í glyrnum og finnst að þeir verði að sjá aumur á okkur, skaffa okkur lífsviðurværi og útvega örfá störf í kringum lúsétna og þrautpínda laxa í sjókvíum í okkar langa, þrönga og lygna firði. Til að að leggja áherslu á þessa brýnu nauðsyn brugðu kvótaeigendurnir á það ráð að loka bolfiskvinnslu staðarins, sem rekin hafði verið í áratugi á Seyðisfirði og fluttu vinnsluna yfir til Grindavíkur, að sögn til hagræðis og á flótta undan hugsanlegri ofanflóðavá. Þessu góða fólki mætir nú innanflóðavá á öðru landshorni. Verði þeim að góðu. Þegar við Seyðfirðingar gengum gengjum í eilífðarhjónaband með ólíkum byggðarlögum; Fljótsdalshéraði, Djúpavogi og Borgarfirði eystri var okkur lofað að það væri aðeins hagræðing sem einfaldaði stjórnsýslun en áfram gætum við sungið með okkar nefi og ráðið okkar innri málefnum. En þrátt fyrir það eru nú hagsmunir annarstaðar í þessu stóra og sameinaða sveitarfélagi meira aðkallandi en hagsmunir Seyðfirðinga. Nú hefur ekki borist einn einasti lúsétinn laxasporður í laxasláturhúsið á Djúpavogi í marga mánuði, vegna blóðþorra og annara plága, í marga mánuði og erlenda verkafólkið, sem þar er við störf, hefur þurft að dunda sér við að mála og þrífa og gera klárt fyrir 10 þúsund tonnin af laxi, sem búist er við að komi úr sjókvíunum í Seyðisfirði. En ég segi ykkur kæru félagar, það mun aldrei verða. Höfundur er félagi í VÁ, arkitekt og hótelhaldari.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun