Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 11:31 Helgi Már Magnússon var ekki mjög bjartsýnn fyrir komandi misseri hjá Haukum og sagði neikvæða orku svífa yfir vötnum á Völlunum. skjáskot / subway körfuboltakvöld Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira