Hann segir nánara Evrópusamstarf vera forgangsatriði Forza-flokksins sem hann fer fyrir, samkvæmt Reuters.
„Ef við viljum vera friðargæsluverðir þurfum við evrópskan her. Og þetta er grundvallarskilyrði þess að geta rekið áhrifaríka evrópska utanríkismálastefnu,“ segir hann í viðtalinu sem birtist í morgun.
„Í heimi með öflugum leikmönnum eins og Bandaríkin, Kína, Indland og Rússland - og með átökum allt frá Miðausturlöndum til Kyrrahafsins - geta ítalskir, þýskir, franskir eða slóvenskir ríkisborgarar aðeins stólað á eitt vald sér til verndar, nefnilega Evrópusambandið,“ bætir hann við.
Tajani tók við forystu flokksins í kjölfar fráfalls hins alræmda Silvio Berlusconi sem hafði verið fyrirferðarmikill í ítölskum stjórnmálum alla 21. öldina.
Í ljósi inngöngu Finnlands í NATÓ og tilvonandi inngöngu Svíþjóðar og Bosníu og Hersegóvínu hafa ummæli utanríkisráðherrans vakið athygli.