Aukin einangrun milli tekjuhópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 12:16 Einangrun mismunandi tekjuhópa hefur farið vaxandi í Reykjavík samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun. Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“ Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“
Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira