Bikarmeistararnir unnu þá 8-1 sigur á ÍR í Egilshöllinni. Allir átján leikmenn á skýrslu hjá Víkingi komu við sögu í leiknum. Tvenn systrapör komu við sögu í leiknum.
Þetta voru þær Sigurborg Katla og Þórdís Embla Sveinbjörnsdætur og Elíza Gígja og Inga Lilja Ómarsdóttir. Ólöf Hildur Tómasdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum og systir hennar, Eva María, var á meðal starfsmanna Víkings.
Vakin var athygli á þessari merkilegu systrastaðreynd á Twitter-síðu Víkings og sagði að þetta væri til marks um hversu mikið fjölskyldufélag Víkingur væri.
Hafdís Bára Höskuldsdóttir skoraði þrennu fyrir Víking, Sigdís Eva Bárðardóttir og Bergdís Sveinsdóttir sitt hvor tvö mörkin og Selma Dögg Björgvinsdóttir eitt.
Víkingur leikur í Bestu deildinni í sumar en liðið freistar þess þá að fylgja eftir frábæru tímabili 2023. Víkingar unnu þá Lengjudeildina og gerðu sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar, fyrst B-deildarliða.