Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 07:05 Blinken lenti í Tel Aviv í gærkvöldi. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira