„Atlantshafsbandalagið er dautt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 06:45 Þrátt fyrir öll hans lagalegu vandræði er Trump enn líklegastur til að hljóta útnefningu Repúblikana fyrir forsetakosningarnar. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. Þá er hann einnig sagður hafa sagt að Bandaríkin myndu aldrei koma Evrópu til aðstoðar. Ummælin féllu á efnahagsráðstefnunni í Davos (e. World Economic Forum) árið 2020, að sögn Thierry Breton sem fer með málefni innri markaðar Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni. „Þú þarft að skilja að ef Evrópa sætir árás þá munum við aldrei koma og styðja ykkur,“ á Trump að hafa sagt, að því er Breton sagði í Evrópuþinginu. Þá á hann einnig að hafa sagt: „Og Nató er dautt og við munum fara, við munum hætta í Nató“. Þá á Trump einnig að hafa sagt að Þýskaland skuldaði honum 400 milljarða dala, þar sem þeir hefðu þurft að leggja til varnarmála ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Trump daðraði oft við það í stjórnartíð sinni að hóta því að Bandaríkin færu úr Nató og þá lýsti hann oft aðdáun sinni á Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann sagði skilja vel. Trump hefur einnig gefið í skyn að Pútín hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann hefði náð endurkjöri. Breton er sagður hafa varað við því í Brussel að Trump gæti snúið aftur og að aðildarríki Nató þyrftu að vera undir það búin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 NATO Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Þá er hann einnig sagður hafa sagt að Bandaríkin myndu aldrei koma Evrópu til aðstoðar. Ummælin féllu á efnahagsráðstefnunni í Davos (e. World Economic Forum) árið 2020, að sögn Thierry Breton sem fer með málefni innri markaðar Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni. „Þú þarft að skilja að ef Evrópa sætir árás þá munum við aldrei koma og styðja ykkur,“ á Trump að hafa sagt, að því er Breton sagði í Evrópuþinginu. Þá á hann einnig að hafa sagt: „Og Nató er dautt og við munum fara, við munum hætta í Nató“. Þá á Trump einnig að hafa sagt að Þýskaland skuldaði honum 400 milljarða dala, þar sem þeir hefðu þurft að leggja til varnarmála ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Trump daðraði oft við það í stjórnartíð sinni að hóta því að Bandaríkin færu úr Nató og þá lýsti hann oft aðdáun sinni á Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann sagði skilja vel. Trump hefur einnig gefið í skyn að Pútín hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann hefði náð endurkjöri. Breton er sagður hafa varað við því í Brussel að Trump gæti snúið aftur og að aðildarríki Nató þyrftu að vera undir það búin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 NATO Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira