Fyrir leikinn var Bayern Munchen í öðru sæti deildarinnar með 38 stig en með sigri gat liðið komist nær Bayer Leverkusen í efsta sætinu.
Jamal Musiala kom Bayern yfir á 18. mínútu eftir undirbúning frá Leroy Sané en næsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 70. mínútu þegar Musiala var aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark og aftur var það Sané sem lagði upp.
Allt stefndi í 2-0 sigur Bayern Munchen en Harry Kane vildi ekki láta sig vanta í markaskoruninni og náði hann að skora í uppbótartíma og staðan því 3-0 og það urðu lokatölur.
Eftir leikinn er Bayern komið með 41 stig í öðru sætinu.