„Spilaði og spilaði og gat ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2024 11:49 Ómar Ingi átti erfiðan dag líkt og fleiri í útilínu íslenska liðsins í gær. Vísir/Vilhelm Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða