Fram undan er úrslitaleikur við Ungverja á morgun um efsta sætið í C-riðli og það kviknar óhjákvæmilega óþægileg tilfinning þegar Ungverjaland berst í tal, eftir rimmur liðanna í gegnum árin.
Staðan sem upp er komin í riðli Íslands er samt algjör óskastaða fyrir Íslendinga, og nú er bara spurning hvernig þeir nýta hana. Þeir stóðust pressuna í lokin gegn Svartfellingum, þar sem „Bessastaða-Bjöggi“ tryggði endanlega sigurinn og fékk nýtt stuðningsmannalag.
Markvörður Svartfjallalands, Nebojsa Simic, var einnig til umræðu en hann sturlaðist gjörsamlega við tapið gegn Íslandi.
Þetta og fleira í þættinum sem sjá má hér að neðan.
Stuðningsmannalag fyrir Björgvin Pál
- Bessastaða Bjöggi Páll hann lokar á þig núna.
- Bestur undir pressu og hann missir aldrei trúna.
- Hann þjáist fyrir mig.
- Hann þjáist fyrir þig.
- Og þess vegna við elskum þetta lið.
(lag: Bjarnastaðabeljurnar)
Stuðningsmannalag fyrir Ómar Inga
- Skyttan sem ég elska og eina kýs.
- Ómar skorar mörkin í massavís.
- Sjalalalala, Ómar Ingi skorar mörkin
- Sjalalalala, Ómar Ingi skorar mörkin
(Lag: Ævintýri)