Leikur Bills og Steelers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, útsending hefst klukkan 21.25. Til að sjá til þess að það yrði leikfært þá hringdi Bills út íbúa Buffalo til að aðstoða við að hreinsa völlinn og leikvanginn í heild sinni. Þau sem mættu engu 20 Bandaríkjadali, rúmar 2700 íslenskar krónur, á tímann fyrir aðstoðina.
Þetta er að hafast. Íbúar fengu 20 dollara á klukkarann fyrir að mæta og moka stúkuna. Nóg eftir samt þar. #NFLisland https://t.co/P6qBfFoK7f
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 15, 2024
Þó hitamælinn sýni „aðeins“ -7 þá hefur verið gríðarlega mikill snjór í Bufalo og þá er spáð snjóstormi þegar líða tekur á kvöldið. Til að tryggja öryggi stuðningsmanna sinna, og Steelers, þá hefur Bills beðið fólk um að klæða sig eftir veðri og koma í vatnsheldum buxum og stígvélum.
Our snow removal crews are working relentlessly to remove as much snow as possible before kick off.
— Buffalo Bills (@BuffaloBills) January 15, 2024
A reminder to all fans attending today s game, please dress appropriately for the cold weather including waterproof boots and pants. #PITvsBUF pic.twitter.com/rpnRvtnCBD
Bills endaði tímabilið með 11 sigra og sex töp á meðan Steelers vann 10 leiki og tapaði sjö. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 og síðar í kvöld hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Philadelphia Eagles.