Íslensku stuðningsmennirnir hittust sem fyrr á Hofbrähaus í miðbæ München. Þar hefur íslenski stuðningsmannahópurinn sungið og trallað saman á leikdögum.
Það er óhætt að segja að spennan magnast með hverri mínútu meðal Íslendinganna en stuðningur þeirra hefur verið til mikillar fyrirmyndar á mótinu til þessa.
Vonandi tekst þeim að hjálpa strákunum okkar að vinna langþráðan sigur á ungversku grýlunni í kvöld.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.













