Handbolti

Viggó og Andri Már frá­bærir í sigrum sinna liða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó fór mikinn í kvöld.
Viggó fór mikinn í kvöld. Federico Gambarini/Getty Images

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson fóru hamförum í efstu deild karla í þýska handboltanum.

Viggó gerði sér lítið fyrir og skoraði 8 mörk ásamt því að gefa 4 stoðsendingar þegar Erlangen vann níu marka stórsigur á Rhein-Neckar Löwen.

Andri Már skoraði 5 mörk og gaf einnig 4 stoðsendingar í ótrúlegum tólf marka sigri Leipzig á Wetzlar. Rúnar Sigtryggsson er sem fyrr þjálfari Leipzig.

Erlangen er nú með 12 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en hefur þó leikið tveimur leikjum meira. Leipzig er í 12. sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×