Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 18:32 Bruno Fernandes var frábær í kvöld. EPA-EFE/LUIS TEJIDO Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Eftir ótrúlegan sigur í framlengdum leik gegn Lyon í 8-liða úrslitum hefur ekki gengið ekki verið upp á marga fiska. Rauðu djöflarnir töpuðu fyrir Úlfunum og rétt mörðu jafntefli gegn Bournemouth. Jafnframt hefur liðinu ekki gengið vel á Spáni ef horft er í söguna. Það kom því talsvert á óvart þegar lærisveinar Ruben Amorim byrjuðu af gríðarlegum krafti. Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir strax á 6. mínútu en markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu. Eftir það fengu heimamenn nokkur færi en tókst ekki að nýta þau. Það gerði Casemiro hins vegar með góðum skalla þegar Manuel Ugarte flikkaði boltanum fyrir markið þegar hálftími var liðinn af leiknum. Casemiro og Ugarte áttu virkilega góðan leik.EPA-EFE/LUIS TEJIDO Harry Maguire hafði þá sýnt ótrúlega takta úti á hægri vængnum, náð fyrirgjöfinni sem Ugarte flikkaði á kollega sinn á miðjunni. Casemiro gat ekki annað en skorað enda nánast inn í markinu þegar boltinn barst til hans. Aðeins nokkrum mínútum síðar braut Dani Vivian á Rasmus Höjlund innan vítateigs. Eftir að atvikið var skoðað aftur og aftur komst dómari leiksins að því að vítaspyrna væri rétt niðurstaða og þá var Vivian rekinn af velli. Bruno Fernandes fór á punktinn og tvöfaldaði forystu Rauðu djöflanna. Áður en fyrri hálfleik lauk höfðu gestirnir bætt við þriðja marki sínu. Aftur var það Fernandes og aftur var Ugarte með stoðsendinguna, að þessu sinni hælspyrna á Portúgalann sem kom sér í skotfæri og kláraði vel. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Noussair Mazraoui skot sem hafnaði í þverslánni, staðan 0-3 í hálfleik. Man Utd putting on a show 🍿#UEL pic.twitter.com/XZSnHdBMqH— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 1, 2025 Leikmenn Man United héldu áfram að láta ljós sitt skína í síðari hálfleik. Casemiro langaði í annað mark og var óheppinn að skora ekki þegar skalli hans fór í stöngina eftir hornspyrnu þegar rúm klukkustund var liðin. Gestirnir héldu áfram að fá fín færi en inn vildi boltinn ekki og lokatölur 0-3 á San Mamés-vellinum í Bilbao. Þar fer úrslitaleikur keppninnar fram þann 21. maí. Liðin mætast aftur á Old Trafford að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Eftir ótrúlegan sigur í framlengdum leik gegn Lyon í 8-liða úrslitum hefur ekki gengið ekki verið upp á marga fiska. Rauðu djöflarnir töpuðu fyrir Úlfunum og rétt mörðu jafntefli gegn Bournemouth. Jafnframt hefur liðinu ekki gengið vel á Spáni ef horft er í söguna. Það kom því talsvert á óvart þegar lærisveinar Ruben Amorim byrjuðu af gríðarlegum krafti. Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir strax á 6. mínútu en markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu. Eftir það fengu heimamenn nokkur færi en tókst ekki að nýta þau. Það gerði Casemiro hins vegar með góðum skalla þegar Manuel Ugarte flikkaði boltanum fyrir markið þegar hálftími var liðinn af leiknum. Casemiro og Ugarte áttu virkilega góðan leik.EPA-EFE/LUIS TEJIDO Harry Maguire hafði þá sýnt ótrúlega takta úti á hægri vængnum, náð fyrirgjöfinni sem Ugarte flikkaði á kollega sinn á miðjunni. Casemiro gat ekki annað en skorað enda nánast inn í markinu þegar boltinn barst til hans. Aðeins nokkrum mínútum síðar braut Dani Vivian á Rasmus Höjlund innan vítateigs. Eftir að atvikið var skoðað aftur og aftur komst dómari leiksins að því að vítaspyrna væri rétt niðurstaða og þá var Vivian rekinn af velli. Bruno Fernandes fór á punktinn og tvöfaldaði forystu Rauðu djöflanna. Áður en fyrri hálfleik lauk höfðu gestirnir bætt við þriðja marki sínu. Aftur var það Fernandes og aftur var Ugarte með stoðsendinguna, að þessu sinni hælspyrna á Portúgalann sem kom sér í skotfæri og kláraði vel. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti Noussair Mazraoui skot sem hafnaði í þverslánni, staðan 0-3 í hálfleik. Man Utd putting on a show 🍿#UEL pic.twitter.com/XZSnHdBMqH— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 1, 2025 Leikmenn Man United héldu áfram að láta ljós sitt skína í síðari hálfleik. Casemiro langaði í annað mark og var óheppinn að skora ekki þegar skalli hans fór í stöngina eftir hornspyrnu þegar rúm klukkustund var liðin. Gestirnir héldu áfram að fá fín færi en inn vildi boltinn ekki og lokatölur 0-3 á San Mamés-vellinum í Bilbao. Þar fer úrslitaleikur keppninnar fram þann 21. maí. Liðin mætast aftur á Old Trafford að viku liðinni.