Um er að ræða 16-liða úrslit Konungsbikarsins en en það voru þó Unionistas sem náði forystunni í leiknum á 31. mínútu með marki frá Alvoru Gomez.
Ferran Torres náði að jafna metin fyrir Barcelona áður en hálfleikurinn tók við og var staðan því í 1-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleiknum kom Jules Kounde Barcelona yfir á 69. mínútu áður en Alejandro Balde gerði út um leikinn á 73. mínútut.
Barcelona er því komið áfram í átta liða úrslitin en það ræðst í kvöld hvort stórliðið það verður sem fylgir Barcelona áfram, Real Madrid eða Atletico Madrid en en leikur liðanna hefst innan skamms.