Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2024 21:32 Snorri Steinn þungt hugsi. Vísir/Vilhelm „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira