Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 08:03 Ljósmyndin er tekin af bandaríska skipinu Genco Picardy sem Hútar réðust á síðastliðinn miðvikudag. Indverski sjóherinn náði þessari ljósmynd af skemmdunum um borð skipsins. AP/Indverski sjóherinn Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Í þessum síðustu aðgerðum beindu Bandaríkjamenn spjótum sínum að eldflaugaskotpöllum Húta, sem þeir segja hafa átt að nota gegn skipum á Rauðahafinu. U.S. CENTCOM Destroys Houthi Terrorists' Anti-Ship MissilesAs part of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on maritime vessels in the Red Sea, on Jan. 18 U.S. Central Command forces conducted strikes on two Houthi anti-ship pic.twitter.com/bvrSaDN6Wl— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu að aðgerðum yrði fram haldið þrátt fyrir að þær hafi ekki borið tilsettan árangur. Hútar hafa haldið sínum árásum á frakt- og herskip á Rauðahafinu áfram þrátt fyrir mótsvar Bandaríkjanna og Bretlands. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Yahya Saree, herforingi í liði Húta, að hersveitir hans hafi gert aðra eldflaugaárás á flutningaskipið Chem Ranger, sem siglir undir flaggi Marshall eyja en er í eigu Bandaríkjamanna. Saree sagði að árásin hafi verið gerð í Adenflóa, rétt suður af Jemen. Svo virðist þó sem skipið hafi ekki skemmst í árásunum, sem Bandaríkjaher staðfesti í tilkynningu á Twitter. Third Houthi Terrorists Attack on Commercial Shipping Vessel in Three DaysOn Jan. 18 at approximately 9 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists launched two anti-ship ballistic missiles at M/V Chem Ranger, a Marshall Island-flagged, U.S.-Owned, Greek-operated tanker pic.twitter.com/moBkH0Al5B— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 19, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Íran, hafa árum saman háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld Jemen. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa stutt jemensk stjórnvöld. Hútar stjórna stórum hluta landsins, einkum í norðri og vestri. Þar á meðal er höfuðborgin Sana'a og allt það strandsvæði sem liggur við Bab al-Mandab-sund. Til þess að komast frá Adenflóa, inn um RAuðahaf og þaðan gegnum Súesskurðinn þurfa skip að sigla meðfram yfirráðasvæði Húta. Þeir hafa undanfarnar vikur nýtt sér þetta og gert fjölda árása á flutninga- og herskip. Að þeirra sögn beina þeir árásum sínum aðeins að skipum Ísraela eða að skipum sem eru á leið til hernumdu Palestínu, enda eru þeir enarðir stuðningsmenn Palestínumanna og frelsunar þeirra. Það hefur hins vegar ekki staðist og þeir beint spjótum að skipum sem ekkert hafa með átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að gera. Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Í þessum síðustu aðgerðum beindu Bandaríkjamenn spjótum sínum að eldflaugaskotpöllum Húta, sem þeir segja hafa átt að nota gegn skipum á Rauðahafinu. U.S. CENTCOM Destroys Houthi Terrorists' Anti-Ship MissilesAs part of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on maritime vessels in the Red Sea, on Jan. 18 U.S. Central Command forces conducted strikes on two Houthi anti-ship pic.twitter.com/bvrSaDN6Wl— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu að aðgerðum yrði fram haldið þrátt fyrir að þær hafi ekki borið tilsettan árangur. Hútar hafa haldið sínum árásum á frakt- og herskip á Rauðahafinu áfram þrátt fyrir mótsvar Bandaríkjanna og Bretlands. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Yahya Saree, herforingi í liði Húta, að hersveitir hans hafi gert aðra eldflaugaárás á flutningaskipið Chem Ranger, sem siglir undir flaggi Marshall eyja en er í eigu Bandaríkjamanna. Saree sagði að árásin hafi verið gerð í Adenflóa, rétt suður af Jemen. Svo virðist þó sem skipið hafi ekki skemmst í árásunum, sem Bandaríkjaher staðfesti í tilkynningu á Twitter. Third Houthi Terrorists Attack on Commercial Shipping Vessel in Three DaysOn Jan. 18 at approximately 9 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists launched two anti-ship ballistic missiles at M/V Chem Ranger, a Marshall Island-flagged, U.S.-Owned, Greek-operated tanker pic.twitter.com/moBkH0Al5B— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 19, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Íran, hafa árum saman háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld Jemen. Þeir hafa einnig beint spjótum sínum að Sádi-Arabíu en yfirvöld þar í landi hafa stutt jemensk stjórnvöld. Hútar stjórna stórum hluta landsins, einkum í norðri og vestri. Þar á meðal er höfuðborgin Sana'a og allt það strandsvæði sem liggur við Bab al-Mandab-sund. Til þess að komast frá Adenflóa, inn um RAuðahaf og þaðan gegnum Súesskurðinn þurfa skip að sigla meðfram yfirráðasvæði Húta. Þeir hafa undanfarnar vikur nýtt sér þetta og gert fjölda árása á flutninga- og herskip. Að þeirra sögn beina þeir árásum sínum aðeins að skipum Ísraela eða að skipum sem eru á leið til hernumdu Palestínu, enda eru þeir enarðir stuðningsmenn Palestínumanna og frelsunar þeirra. Það hefur hins vegar ekki staðist og þeir beint spjótum að skipum sem ekkert hafa með átökin fyrir botni Miðjarðarhafs að gera.
Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10