Ótrúlegur endasprettur og Danir komnir langleiðina í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2024 21:14 Mathias Gidsel skoraði tíu fyrir Dani í kvöld. Stuart Franklin/Getty Images Danir stigu stórt skref í átt að undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta er liðið vann eins marks sigur gegn Svíum í kvöld, 28-27. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og munurinn varð aldrei meiri en eitt mark stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það breyttist þó í stöðunni 12-12 þegar Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komu sér í góða stöðu fyrir lokasprett hálfleiksins. Svíar gerðu þó vel og minnkuðu muninn fyrir hlé, staðan 17-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Danska liðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn, þó munurinn hafi aldrei orðið meiri en fjögur mörk. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka virtust Danir vera komnir með þetta, en þá skoruðu Svíar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í 28-27 þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Emil Nielsen just moonwalked all over Sweden's dreams with this save! 🚀💔#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/u00zMmBvKr— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024 Eftir afar langa sókn tókst Dönum þó að skora manni fleiri og vistust vera að tryggja sér dramatískan tveggja marka sigur, 29-27. Svíar gáfu markið þó ekki þegjandi og hljóðalaust heldur heimtuðu að dómarar leiksins færu í skjáinn góða, sem og þeir gerðu. Eftir miklar vangaveltur var mark Dana dæmt af, Svíar fengu boltann og slatta bætt við á klukkuna. Enn voru 17 sekúndur eftir og Svíar fengu því ótrúlegt tækifæri til að jafna metin. Svíar nýttu sóknina vel og komu sér í algjört dauðafæri þar sem Oscar Bergendahl skoraði. Hins vegar var liðsfélagi hans búinn að taka sér stöðu inni í teig og markið því ekki dæmt gilt. Niðurstaðan varð því eins marks sigur Dana, 28-27, í leik sem verður helst minnst fyrir ótrúlegan, og ekki síst furðulegan, lokakafla. Danska liðið trónir á toppi milliriðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Svíþjóð sem situr í öðru sæti. 🇩🇰 Denmark take the win and a giant step toward the semi-finals after 𝗹𝗮𝘀𝘁-𝘀𝗲𝗰𝗼𝗻𝗱 𝗱𝗿𝗮𝗺𝗮! 😱🌟 𝐆𝐫𝐮𝐧𝐝𝐟𝐨𝐬 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐞𝐫 𝐨𝐟 𝐭𝐡𝐞 𝐌𝐚𝐭𝐜𝐡: Mathias Gidsel 🌟#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/mc0VRtpxYe— EHF EURO (@EHFEURO) January 19, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira