Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:17 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar, segir slúðrað um flutning á hvölum milli ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44
Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23