Virkjanir í Ölfusi og hagsmunir Hvergerðinga Njörður Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 09:02 Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Skipulag Orkumál Orkuskipti Njörður Sigurðsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Náttúruperlan Ölfusdalur Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform. Þessar fréttir komu bæjarstjórn Hveragerðis og Hvergerðingum mjög á óvart en ekkert samráð hafði verið haft við sveitarfélagið um þessi virkjanaáform sem þó eru í bakgarði Hveragerðis eða um 2 km frá byggðinni. Fréttir um þessi virkjanaáform komu líka RARIK á óvart sem sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttamannfundarins en RARIK hefur jafnframt hug á að virkja í dalnum. RARIK hefur heldur ekki haft samráð við Hveragerðisbæ eða íbúa um virkjanaáform. Hvergerðingar ráði ferðinni Það er eindregin skoðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar Hveragerðis eiga að ráða hvort sett verði virkjun í bakgarðinum þeirra, enda hefur slík virkjun mest áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Í þessu samhengi er rétt að minna á áhrifin sem Hellisheiðarvirkjun og borholur á Hellisheiði hafa haft á íbúa í gegnum tíðina með manngerðum jarðskjálftum, loftmengun og hávaðanið frá blásandi borholum sem berst til Hveragerðis. Þá eru miklar áhyggjur ef farið er að bora og virkja jarðvarma í Ölfusdal að það geti valdið niðurdrætti á jarðhitasvæðinu í Reykjadal og Grænsdal sem eru einstök í heiminum en um 400.000 ferðamenn sækja svæðin heim á ári hverju. Hveragerðisbær hefur þegar fundað með stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og komið á framfæri mótmælum um samráðsleysið og þeirri ósk að ekki verði farið af stað, hvorki með rannsóknarleyfi né nýtingarleyfi, nema að sveitarfélagið og íbúar séu sátt við virkjanaáform. Þá hefur Hveragerðisbær jafnframt óskað eftir fundi með Sveitarfélaginu Ölfusi og RARIK til að fara yfir sjónarmið sveitarfélagsins. Nýjar borholur á Hellisheiði eru nálægt Hveragerði Nú er verið að undirbúa enn frekari orkuvinnslu á Hellisheiði á vegum OR, í Meitlum og Hverahlíð II og hefur Sveitarfélagið Ölfus unnið að breytingu á skipulagi svæðisins vegna þessa. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar bókaði um þetta á bæjarstjórnarfundi 11. janúar 2024: „Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að virkjanir og aukin nýting jarðvarma á þessu svæði hafa umfangsmest áhrif á gæði byggðar í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar fái að hafa áhrif á það hvernig og hvort slík starfsemi muni eiga sér stað í slíkri nálægð við bæinn. Jafnframt eru líkur á að aukin nýting á þessu svæði geti valdið niðurdrætti og hafi þannig áhrif á möguleika á orkuöflun í og við Hveragerði.“ Nýjar borholur, ef af verður, munu vera í um 4-5 km fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði, nokkru nær en borholur í Hverahlíð sem nú þegar valda hávaðamengun í bænum þegar þær blása nokkrum sinnum á ári. Gallað regluverk Það er Sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á Hellisheiði, og jafnframt í norðurhluta Ölfusdals þar sem áhugi er að virkja enda þessir virkjanastaðir innan sveitarfélagsins. Það er því Sveitarfélagið Ölfus sem heimilar virkjanaáform í skipulagi sínu. Hveragerðisbær hefur því samkvæmt lögum ekki ákvarðanavald í þessu efni, jafnvel þótt áhrif virkjana séu mest á íbúa Hveragerðis. Regluverkið er gallað, en nauðsynlegt er að tryggja íbúum og sveitarfélögum í næsta nágrenni við virkjanir aðkomu að ákvörðunum og í raun úrslitavald í slíkum málum. Í þessu samhengi má benda á að í samfélagsumræðunni undanfarin misseri hefur verið rætt um mikilvægi þess að virkjanaáform skili ábata til nærsamfélagsins, en nærsamfélag Ölfusdals og Hellisheiðar er Hveragerðisbær og nágrenni. Í þessari umræðu ætti nærsamfélagið að hafa rödd og ákvarðanarétt hvort virkjanir sem hafa áhrif á lífsgæði íbúa séu reistar eða ekki. Ekki í nágrenni Þorlákshafnar, en í nágrenni Hveragerðis? Þann 25. febrúar 2016 hafnaði bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss vindorkugarði í nágrenni Þorlákshafnar m.a. á þeim forsendum að virkjunin myndi spilla ósnortinni náttúru og ómetanlegu útsýni. Þessi vindvirkjun átti að vera um 3 km frá byggðinni í Þorlákshöfn. Það hefur því vakið nokkra furðu í Hveragerði að Sveitarfélagið Ölfus skuli sækja stíft að virkja í nágrenni Hveragerðis (2-5 km frá byggðinni) þegar sama stjórnvald taldi að ekki væri hægt að virkja í nágrenni Þorlákshafnar vegna þess að það myndi spilla náttúru og útsýni í nágrenni við þéttbýli sveitarfélagsins. Eins og í Þorlákshöfn, eiga íbúar Hveragerðis að ráða hvort að sett verði jarðvarmavirkjun, borholur eða vindvirkjun í nágrenni byggðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar