Segir að Bjarki hafi skipt sjálfum sér út af Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson á hliðarlínunni gegn Austurríki. vísir/vilhelm Frammistaða Bjarka Más Elíssonar var til umræðu í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og menn veltu fyrir sér hvort hann hefði skipt sjálfum sér út af í leiknum gegn Austurríki. Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira