Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 10:01 Ómar Ingi Magnússon varð fimmti markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en nýtti aðeins 8 af 15 vítum sínum sem gerir skelfilega 53 prósent vítanýtingu. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira