Íris Dögg úr Laugardalnum yfir á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 23:01 Íris Dögg er gengin til liðs við Val. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021. Frá þessu greindu Íslandsmeistarar Vals fyrr í dag, fimmtudag. Þar ríkir mikil gleði með að Íris Dögg sé gengin í raðir félagsins. Er Íris Dögg hugsuð sem varaskeifa fyrir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Smá munur er á reynslu en Íris Dögg á að baki 280 leiki í meistaraflokki á meðan Fanney Inga hefur spilað 47. Af hverju er Íris Dögg komin í Val? „Þð má segja að ég hef verið alveg ófeimin við að sækja mér þá reynslu sem ég þarf til að verða betri markmaður. Valur er félag með ótrúlega sögu í kvennaboltanum og ég skal alveg viðurkenna að ég sá mig aldrei þar en allt gerist að ástæðu og ég á mjög erfitt með að neita krefjandi áskorunum,“ sagði Íris Dögg í tilkynningu Vals. Þá á hún enn eftir að ná einu markmiði á ferli sínum: „Auðvitað hefur maður alltaf einhver markmið og það er eitt stórt sem ég á eftir. Það er Evrópuleikur. Að fá það tækifæri að geta spilað svoleiðis leiki yrði draumur.“ View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er afar ánægður með viðbótina við leikmannahóp sinn. „Íris hefur fyrir löngu sýnt það að hún er frábær markvörður og hefur gríðarlega reynslu með hátt í 300 leiki í meistaraflokki. Við erum afar ánægð með að fá hana til okkar út þetta tímabil og erum þess fullviss að hún geti miðlað sinni reynslu inn í hópinn til yngri leikmanna,“ sagði Pétur eftir að Íris Dögg var kynnt sem leikmaður Vals. Valur hefur leik í Bestu deild kvenna þann 21. apríl þegar liðið fær Þór/KA í heimsókn. Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Frá þessu greindu Íslandsmeistarar Vals fyrr í dag, fimmtudag. Þar ríkir mikil gleði með að Íris Dögg sé gengin í raðir félagsins. Er Íris Dögg hugsuð sem varaskeifa fyrir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Smá munur er á reynslu en Íris Dögg á að baki 280 leiki í meistaraflokki á meðan Fanney Inga hefur spilað 47. Af hverju er Íris Dögg komin í Val? „Þð má segja að ég hef verið alveg ófeimin við að sækja mér þá reynslu sem ég þarf til að verða betri markmaður. Valur er félag með ótrúlega sögu í kvennaboltanum og ég skal alveg viðurkenna að ég sá mig aldrei þar en allt gerist að ástæðu og ég á mjög erfitt með að neita krefjandi áskorunum,“ sagði Íris Dögg í tilkynningu Vals. Þá á hún enn eftir að ná einu markmiði á ferli sínum: „Auðvitað hefur maður alltaf einhver markmið og það er eitt stórt sem ég á eftir. Það er Evrópuleikur. Að fá það tækifæri að geta spilað svoleiðis leiki yrði draumur.“ View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er afar ánægður með viðbótina við leikmannahóp sinn. „Íris hefur fyrir löngu sýnt það að hún er frábær markvörður og hefur gríðarlega reynslu með hátt í 300 leiki í meistaraflokki. Við erum afar ánægð með að fá hana til okkar út þetta tímabil og erum þess fullviss að hún geti miðlað sinni reynslu inn í hópinn til yngri leikmanna,“ sagði Pétur eftir að Íris Dögg var kynnt sem leikmaður Vals. Valur hefur leik í Bestu deild kvenna þann 21. apríl þegar liðið fær Þór/KA í heimsókn.
Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira