Reiknuðu út að dauðafærin hefðu átt að skila Íslandi í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 11:01 Ómar Ingi Magnússon var ekki sá eini sem klikkaði á góðum færum á þessu Evrópumóti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefði ekki aðeins komist í umspilið um sæti á næstu Ólympíuleikum heldur hefði líklegast einnig spilað um verðlaun á Evrópumótinu ef liðið hafði nýtt dauðafærin sín á mótinu í Þýskalandi. Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz) EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, skrifað og skrafað um slæma færanýtingu íslensku strákanna úr hornum og úr vítum auk annarra dauðafæra. Það voru vissulega færi til að fá miklu meira út úr leikjum liðsins á EM í Þýskalandi. HB Statz tók saman sína tölfræði á leikjum Íslands á Evrópumótinu og þar á meðal er nýjasti tölfræðiþáttur veitunnar sem er Xg eða áætluð mörk. Við könnumst við þetta úr fótboltanum en þar eru upplýsingar um færanýtingu frá fyrri tímum notuð til að reikna út líkur á marki í hverri skottilraun. HB Statz reiknar einnig út samskonar líkur en bara í handboltaleikjum og út frá tölfræði sem tölfræðiveitan tekur saman. Samkvæmt útreikningi HB Statz þá hefði gengi íslenska liðsins átt að vera allt annað í leikjum liðsins á mótinu. Ef tekin eru áætluð mörk í leikjunum hjá báðum liðum þá fékk veitan út áætluð úrslit úr leikjum út frá þeim færum sem voru í boði. Út frá sköpuðu færum hefði íslenska liðið unnið alla leiki sína í riðlinum og farið með tvö stig í milliriðilinn. Í milliriðlinum hefði íslenska liðið síðan unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli (við Frakka) og aðeins tapað leiknum við Þjóðverja. Það hefði þýtt sjö stig og sex mörk í plús sem hefði líklegast dugað liðinu í undanúrslitin. Svona leikur á tölum gerir líklega ekkert annað en að svekkja strákana og fjölmarga stuðningsmanna þeirra enn meira en bendir líka á aðalvandamálið á mótinu sem var ekki að skapa færin heldur nýta þau. View this post on Instagram A post shared by HBStatz (@hbstatz)
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira