Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30.
Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með marki beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið.
Prandi virtist lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið, sú hreyfing ætti að ógilda markið. Dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við þetta og skoðuðu málið ekki í myndavélum, markið fékk að standa og Svíar töpuðu eftir framlengingu.
As expected the Swedish protest has been rejected.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2024
“The protest was submitted regarding the non-use of the Video Review (VR) to check the last free-throw for France in minute 60 of the match.
After a careful evaluation of the situation, the panel has determined that it is at…
Sænska handknattleikssambandið kærði málið til aganefndar, sem sagði dómara ekki skylduga til að endurspila atvik á myndböndum nema þeir séu óvissir um dóm. Þar sem dómararnir voru ekki óvissir, var engin ástæða til að líta í myndavélar. Það er algjörlega undir dómurum komið hvort þeir nýti sér myndbandstækni til aðstoðar.
Niðurstaða leiksins stendur en Svíþjóð hefur til klukkan 19:00 í kvöld til að áfrýja dómnum.