Gísli Þorgeir valinn sá fjórði besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik á móti verðandi Evrópumeisturum Frakka. Vísir/Vilhelm Handboltasérfræðingarnir Stig Aa. Nygård og Rasmus Boysen völdu fimmtíu bestu handboltamenn heims í gær eins og þeir gera árlega og Ísland á tvo leikmenn í þessum nýjasta hópi bestu handboltamanna heims. Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira