Frelsisneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með ofbeldi Ingólfur Steinsson skrifar 29. janúar 2024 18:00 Hvað getur maður svo sem sagt um framgöngu Ísraels í Palestínu undanfarna mánuði? Þeir hafa þverbrotið allar reglur sem alþjóðasamfélagið hefur þó komið sér saman um þegar stríðsrekstur er annars vegar. Það hafa þeir gert í skjóli Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands sem hafa öll átt sinn þátt í að koma á þessum reglum. Hvers vegna leyfist Ísrael að drepa yfir 10 þúsund börn á nokkrum mánuðum, þúsundir kvenna, særa yfir 60 þúsund, eyðileggja 60% alls húsnæðis Palestínumanna á Gaza, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nánast alla afgreiðslu hjálpargagna inn í þetta opna fangelsi sem Gaza hefur verið áratugum saman. Ég er að reyna að skilja þetta. Þeir hafa stundað þjóðernishreinsanir, hóprefsingar, glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð fyrir allra augum, allt á þessum sama tíma, rúmum þremur mánuðum. Framganga Ísraels er svo yfirgengileg að annað eins hefur ekki sést í hernaði undangenginna áratuga. Annað eins hefur kannski ekki gerst síðan í síðari heimsstyrjöld, í holocaustinu þegar það rann upp fyrir veröldinni að nazistar höfðu myrt milljónir gyðinga í útrýmingarbúðum sínum sem þeir höfðu kallað vinnubúðir. Samviskubit hinna vestrænu þjóða, með Þýskaland í fararbroddi, hefur valdið því að æ síðan hefur verið haldið verndarhendi yfir Ísrael. Það var sett niður í Palestínu, e-s konar samviska heimsins, með vísan í tvö þúsund ára sögu og gamlan heilaspuna um gjöf guðs á landi til þessarar þjóðar sem átti svo sem eins og að vera hans/hennar útvalin þjóð. Hjá Sameinuðu þjóðunum vissu menn ofur vel að í því landi Palestínu bjó fólk og hafði gert það árhundruðum saman. Jú, það átti að fá 48% landsins! Þetta gátu arabar ekki sætt sig við. En það mátti ekki trufla helgisögnina eða skyggja á góðverk hinna vestrænu þjóða. Víst var holocaustið hræðilegt, óskiljanleg grimmd þar sem morð voru framin á verksmiðjukenndan hátt með gasi og líkin brennd í ofnum er spúðu svörtum reyk sem lagðist eins og mara yfir nágrennið. En það voru ekki Vesturlönd sem frömdu þau voðaverk og ekki Þjóðverjar dagsins í dag. Gyðingahatur var hins vegar útbreitt á þessum árum og víst hefðu vestrænar þjóðir mátt vera duglegri að taka á móti gyðingum og flóttamönnum yfirleitt. En tíðarandinn var á móti þessu fólki sem skýrir kannski að e-u leyti samviskubit þjóða nútímans: Við hefðum átt að standa okkur betur, þar á meðal Íslendingar! Forsetar Bandaríkjanna eins og Clinton og Obama reyndu að fá Ísrael og Palestínu til að samþykkja tveggja ríkja lausn. Palestína fengi sitt ríki sem þeim hafði verið lofað í upphafi eða hluta af því. Í öllum tilfellum voru það öfgaöfl frá báðum hliðum sem komu í veg fyrir þetta. Gekk það svo langt að Rabín, forsætisráðherra Ísraels var myrtur af öfgasinnuðum gyðingi eftir að hann skrifaði undir Oslóarsamningana sem byggðu á tveggja ríkja lausn. Netanjahú er öfgamaður sem hefur alltaf verið á móti þessari lausn sem jafnvel Biden er búinn að átta sig á að er eina lausnin á þessu vandamáli. Auðvitað verða Palestínumenn að fá að stofna sitt ríki. Að halda að hægt sé að kúga þá til hlýðni með hervaldi, drápum og endalausum mannréttindabrotum er mikil fásinna. Sagan hefur sýnt okkur að slíkt kallar aðeins fram meira ofbeldi. Frelsisneistinn verður ekki slökktur í brjósti hinna kúguðu. Eina leiðin til friðar er að gefa þeim frelsi. Þetta ættum við að vita eftir bitra reynslu aldanna. Þess vegna er nú svo komið að Bandaríkin verða að setja Bíbí úrslitakosti. Annaðhvort samþykkir hann og hans hægrisinnaða stjórn tveggja ríkja lausnina og gerir ráðstafanir til að vinda ofan af landráni síðustu áratuga eða USA hættir ofurstuðningi sínum við Ísrael en hann er litlir 3.8 milljarðar dollara á ári! Bíbí Netanjahú vill bara halda áfram að drepa Palestínumenn með bandarískum vopnum og vera þannig áfram við völd. Allur hans vitræni máttur fer nú í það að reyna að sannfæra veröldina um að Ísrael sé bara að verja hendur sínar. En sá málflutningur hefur holan hljóm. Eða hvernig getur sú gereyðing sem stunduð hefur verið á Gaza flokkast undir sjálfsvörn? Og Bíbí veit að um leið og stríðinu lýkur hættir hann að vera forsætisráðherra vegna þess að ísraelska þjóðin hefur misst allt traust til þessa manns. Og stór hluti heimsbyggðarinnar er þar á sama máli. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ingólfur Steinsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað getur maður svo sem sagt um framgöngu Ísraels í Palestínu undanfarna mánuði? Þeir hafa þverbrotið allar reglur sem alþjóðasamfélagið hefur þó komið sér saman um þegar stríðsrekstur er annars vegar. Það hafa þeir gert í skjóli Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands sem hafa öll átt sinn þátt í að koma á þessum reglum. Hvers vegna leyfist Ísrael að drepa yfir 10 þúsund börn á nokkrum mánuðum, þúsundir kvenna, særa yfir 60 þúsund, eyðileggja 60% alls húsnæðis Palestínumanna á Gaza, skrúfa fyrir vatn, rafmagn, eldsneyti og nánast alla afgreiðslu hjálpargagna inn í þetta opna fangelsi sem Gaza hefur verið áratugum saman. Ég er að reyna að skilja þetta. Þeir hafa stundað þjóðernishreinsanir, hóprefsingar, glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð fyrir allra augum, allt á þessum sama tíma, rúmum þremur mánuðum. Framganga Ísraels er svo yfirgengileg að annað eins hefur ekki sést í hernaði undangenginna áratuga. Annað eins hefur kannski ekki gerst síðan í síðari heimsstyrjöld, í holocaustinu þegar það rann upp fyrir veröldinni að nazistar höfðu myrt milljónir gyðinga í útrýmingarbúðum sínum sem þeir höfðu kallað vinnubúðir. Samviskubit hinna vestrænu þjóða, með Þýskaland í fararbroddi, hefur valdið því að æ síðan hefur verið haldið verndarhendi yfir Ísrael. Það var sett niður í Palestínu, e-s konar samviska heimsins, með vísan í tvö þúsund ára sögu og gamlan heilaspuna um gjöf guðs á landi til þessarar þjóðar sem átti svo sem eins og að vera hans/hennar útvalin þjóð. Hjá Sameinuðu þjóðunum vissu menn ofur vel að í því landi Palestínu bjó fólk og hafði gert það árhundruðum saman. Jú, það átti að fá 48% landsins! Þetta gátu arabar ekki sætt sig við. En það mátti ekki trufla helgisögnina eða skyggja á góðverk hinna vestrænu þjóða. Víst var holocaustið hræðilegt, óskiljanleg grimmd þar sem morð voru framin á verksmiðjukenndan hátt með gasi og líkin brennd í ofnum er spúðu svörtum reyk sem lagðist eins og mara yfir nágrennið. En það voru ekki Vesturlönd sem frömdu þau voðaverk og ekki Þjóðverjar dagsins í dag. Gyðingahatur var hins vegar útbreitt á þessum árum og víst hefðu vestrænar þjóðir mátt vera duglegri að taka á móti gyðingum og flóttamönnum yfirleitt. En tíðarandinn var á móti þessu fólki sem skýrir kannski að e-u leyti samviskubit þjóða nútímans: Við hefðum átt að standa okkur betur, þar á meðal Íslendingar! Forsetar Bandaríkjanna eins og Clinton og Obama reyndu að fá Ísrael og Palestínu til að samþykkja tveggja ríkja lausn. Palestína fengi sitt ríki sem þeim hafði verið lofað í upphafi eða hluta af því. Í öllum tilfellum voru það öfgaöfl frá báðum hliðum sem komu í veg fyrir þetta. Gekk það svo langt að Rabín, forsætisráðherra Ísraels var myrtur af öfgasinnuðum gyðingi eftir að hann skrifaði undir Oslóarsamningana sem byggðu á tveggja ríkja lausn. Netanjahú er öfgamaður sem hefur alltaf verið á móti þessari lausn sem jafnvel Biden er búinn að átta sig á að er eina lausnin á þessu vandamáli. Auðvitað verða Palestínumenn að fá að stofna sitt ríki. Að halda að hægt sé að kúga þá til hlýðni með hervaldi, drápum og endalausum mannréttindabrotum er mikil fásinna. Sagan hefur sýnt okkur að slíkt kallar aðeins fram meira ofbeldi. Frelsisneistinn verður ekki slökktur í brjósti hinna kúguðu. Eina leiðin til friðar er að gefa þeim frelsi. Þetta ættum við að vita eftir bitra reynslu aldanna. Þess vegna er nú svo komið að Bandaríkin verða að setja Bíbí úrslitakosti. Annaðhvort samþykkir hann og hans hægrisinnaða stjórn tveggja ríkja lausnina og gerir ráðstafanir til að vinda ofan af landráni síðustu áratuga eða USA hættir ofurstuðningi sínum við Ísrael en hann er litlir 3.8 milljarðar dollara á ári! Bíbí Netanjahú vill bara halda áfram að drepa Palestínumenn með bandarískum vopnum og vera þannig áfram við völd. Allur hans vitræni máttur fer nú í það að reyna að sannfæra veröldina um að Ísrael sé bara að verja hendur sínar. En sá málflutningur hefur holan hljóm. Eða hvernig getur sú gereyðing sem stunduð hefur verið á Gaza flokkast undir sjálfsvörn? Og Bíbí veit að um leið og stríðinu lýkur hættir hann að vera forsætisráðherra vegna þess að ísraelska þjóðin hefur misst allt traust til þessa manns. Og stór hluti heimsbyggðarinnar er þar á sama máli. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar