Styður Ísland hópmorð? Yousef Tamimi skrifar 31. janúar 2024 08:01 Niðurstöður Alþjóðadómstólsins í Haag föstudaginn 26. janúar s.l. eru skýrar. Dómstóllinn trúir því að líklegt sé að hópmorð á Palestínufólki sé að eiga sér stað og að Ísrael verði að hætta árásum og morðum á saklausa borgara. Ísland er því á sérkennilegri vegferð þegar kemur að málefnum Palestínu. Á meðan stór meirihluti þjóðarinnar er á móti aðferðum Ísraels í Palestínu og alþjóðadómstólinn telur líklegt að hópmorð eigi sér stað þá hafa aðgerðir utanríkisráðherra Íslands verið á þá leið að styðja við og hlusta gagnrýnislaust á kröfur Ísraels. Upplýsingar, sem komu sama dag og niðurstöður Alþjóðadómstólsins, um að nokkrir af þeim 13 þúsund starfsfólki UNRWA á Gaza hafi hugsanlega tekið þátt í árásum þann 7. október varð til þess að Ísland ákvað að frysta fjármagn til helstu hjálparaðstoðar Palestínumanna. Peningur sem rennur til mannúðaraðstoðar til fólks sem er fast í hörmulegum aðstæðum, aðstæðum sem enginn getur ímyndað sér. Aðgerðir Íslands gagnvart Ísrael, þegar Alþjóðadómstólinn grunar sterklega að hópmorð eigi sér stað í Palestínu, hafa hingað til verið engar. Ásakanir gagnvart UNRWA eru engar nýjungar en Ísrael hefur haft horn í síðu þessarar stærstu hjálparstofnun fyrir Palestínu í áratugi. Núverandi ársaknir komu fram sama dag og Alþjóðadómstólinn í Haag lýsir því yfir að þau treysta UNRWA fyrir því starfi sem á sér stað á Gaza. Þrátt fyrir eðlileg og skýr viðbrögð UNRWA þá hefur Ísland ásamt öðrum löndum ákveðið að stöðva fjárframlög til stofnunarinnar. Staðreyndin er hinsvegar sú að Ísrael hefur á síðustu 3 mánuðum drepið tæplega 30 þúsund einstaklinga en Ísland hefur aldrei látið Ísrael svara fyrir það hörmulega ástand sem Ísrael hefur skapað í Palestínu. Óbrigðull stuðningur Bjarna Benediktssonar við Ísrael, ríki sem stundar arðrán á landi Palestínu og er grunað um hópmorð, er varhugaverður fyrir íslenskt lýðræði. Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að styðja við hóprefsingu gagnvart 2.2 milljón íbúum Gaza með því að skrúfa fyrir stuðning við nánast einu líflínu íbúa Gaza. Hugtakið hóprefsing á ekki eingöngu við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins. Bjarni Benediktson hefur því í blindni ákveðið að refsa Palestínumönnum fyrir hugsanlegar, mögulegar aðgerðir nokkurra starfsmanna. Saklaus uns sekt er sönnuð virðist vera hugtak sem flækist fyrir Bjarna og setur enn eitt spurningarmerki um hæfni hans til að gegna því starfi sem hann gegnir. Það breytir engu í þessu samhengi hvort að Ísland ætlar að flytja fjármagnið sitt til annarra stofnanna sem sinna starfi í Palestínu. Engin stofnun kemst nálægt því starfi sem UNRWA sinnir bæði í Palestínu og í flóttamannabúðum og er ákvörðunarferlið utanríkisráðherra ógegnsætt og bendir sterklega till þess að hann hlusti ákaft á kröfur Ísraels en hunsar óskir og þarfir Palestínumanna. Þessar ber þó einnig að geta að þessar ásakanir eru mjög óljósar og óvíst hve alvarlegar og sannar þær eru yfirhöfuð eða hvernig þær fengust. Hinsvegar er það bláköld staðreynd að Ísrael hefur í áratugi verið rannsakað af Amnesty International fyrir pyntingar og ómannúðlega meðferð gagnvart fönguðum Palestínumönnum. Myndbönd og vitnisburði benda til þess að slíkar meðferðir hafi aukist til muna síðan 7. október og því varhugavert að trúa gagnrýnislaust á þann áróður sem að Ísrael sendir út til að réttlæta aðgerðir sína. Það setur því enn meiri þrýsting á utanríkisráðherra að fá betur á hreint hvernig þessum upplýsingum var safnað saman – ekki nema að ráðherran trúi að pyntingar séu réttmæt aðferð við upplýsingasöfnun? Það skýtur því einnig skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision á meðan Ísrael fái að taka þátt í þeirri gleði sem fylgi keppninni, þrátt fyrir skýrar vísbendingar um hópmorð ríkisins. Eurovision er orðinn vettvangur fyrir Ísrael til að reyna að hvítþvo sig af þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyni en stefna Ísraels á fátt sameiginlegt með þeim friðsamlegu hugsjónum sem Eurovision boðar og er í raun að taka þátt í óþökk alls friðelskandi áhugafólks um Eurovision. Vandamálið er að Eurovision er orðinn vettvangur fyrir Ísrael til að reyna að betrumbæta ímynd sína með „art washing“, listþvætti en slíkt á sér stað þegar list eða listafólk er notað til að afvegaleiða athygli frá eða réttlæta neikvæða aðgerðir stjórnvalda eða ríkis. Ef Ísrael fær að taka þátt með Íslandi og öðrum Evrópuþjóðum þá erum við að gefa okkar samþykki á að aðgerðir Ísraels eru réttlætanlegar gagnvart Palestínu. Við erum að gefa grænt ljós á að Ísrael haldi áfram núverandi stefnu gagnvart Palestínu þar sem engar afleiðingar eru gagnvart hópmorðum, landráni og arðráni Ísraels í Palestínu. RÚV og íslenska ríkið hefur sterkar skyldur til að standa með þeim sem verða fyrir þessu endalausa ofbeldi sem Ísrael fremur og það getur varla talist eðlilegt að Ísland telji sig geta verið „sameinuð“ ríkjum sem eru undir rannsókn vegna hópmorðs. Það getur varla talist eðlilegt að Ísland vilji deila sviði með ríki sem hefur hernumið annað land í yfir 70 ár, stundar þjóðernishreinsanir, arðrán og landrán á landi Palestínu. Að lokum er krafan skýr. Ísland á að sniðganga Ísrael þar til landið fer að alþjóðalögum. Eitthvað sem ríkið hefur hingað til ekki gert og virðist ekki ætla að gera. Ísrael hefur nú þegar gert lítið úr Alþjóðadómstólnum og ekkert bendir til að ríkið muni stöðva sínar aðgerðir á Gaza né tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður Alþjóðadómstólsins í Haag föstudaginn 26. janúar s.l. eru skýrar. Dómstóllinn trúir því að líklegt sé að hópmorð á Palestínufólki sé að eiga sér stað og að Ísrael verði að hætta árásum og morðum á saklausa borgara. Ísland er því á sérkennilegri vegferð þegar kemur að málefnum Palestínu. Á meðan stór meirihluti þjóðarinnar er á móti aðferðum Ísraels í Palestínu og alþjóðadómstólinn telur líklegt að hópmorð eigi sér stað þá hafa aðgerðir utanríkisráðherra Íslands verið á þá leið að styðja við og hlusta gagnrýnislaust á kröfur Ísraels. Upplýsingar, sem komu sama dag og niðurstöður Alþjóðadómstólsins, um að nokkrir af þeim 13 þúsund starfsfólki UNRWA á Gaza hafi hugsanlega tekið þátt í árásum þann 7. október varð til þess að Ísland ákvað að frysta fjármagn til helstu hjálparaðstoðar Palestínumanna. Peningur sem rennur til mannúðaraðstoðar til fólks sem er fast í hörmulegum aðstæðum, aðstæðum sem enginn getur ímyndað sér. Aðgerðir Íslands gagnvart Ísrael, þegar Alþjóðadómstólinn grunar sterklega að hópmorð eigi sér stað í Palestínu, hafa hingað til verið engar. Ásakanir gagnvart UNRWA eru engar nýjungar en Ísrael hefur haft horn í síðu þessarar stærstu hjálparstofnun fyrir Palestínu í áratugi. Núverandi ársaknir komu fram sama dag og Alþjóðadómstólinn í Haag lýsir því yfir að þau treysta UNRWA fyrir því starfi sem á sér stað á Gaza. Þrátt fyrir eðlileg og skýr viðbrögð UNRWA þá hefur Ísland ásamt öðrum löndum ákveðið að stöðva fjárframlög til stofnunarinnar. Staðreyndin er hinsvegar sú að Ísrael hefur á síðustu 3 mánuðum drepið tæplega 30 þúsund einstaklinga en Ísland hefur aldrei látið Ísrael svara fyrir það hörmulega ástand sem Ísrael hefur skapað í Palestínu. Óbrigðull stuðningur Bjarna Benediktssonar við Ísrael, ríki sem stundar arðrán á landi Palestínu og er grunað um hópmorð, er varhugaverður fyrir íslenskt lýðræði. Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að styðja við hóprefsingu gagnvart 2.2 milljón íbúum Gaza með því að skrúfa fyrir stuðning við nánast einu líflínu íbúa Gaza. Hugtakið hóprefsing á ekki eingöngu við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins. Bjarni Benediktson hefur því í blindni ákveðið að refsa Palestínumönnum fyrir hugsanlegar, mögulegar aðgerðir nokkurra starfsmanna. Saklaus uns sekt er sönnuð virðist vera hugtak sem flækist fyrir Bjarna og setur enn eitt spurningarmerki um hæfni hans til að gegna því starfi sem hann gegnir. Það breytir engu í þessu samhengi hvort að Ísland ætlar að flytja fjármagnið sitt til annarra stofnanna sem sinna starfi í Palestínu. Engin stofnun kemst nálægt því starfi sem UNRWA sinnir bæði í Palestínu og í flóttamannabúðum og er ákvörðunarferlið utanríkisráðherra ógegnsætt og bendir sterklega till þess að hann hlusti ákaft á kröfur Ísraels en hunsar óskir og þarfir Palestínumanna. Þessar ber þó einnig að geta að þessar ásakanir eru mjög óljósar og óvíst hve alvarlegar og sannar þær eru yfirhöfuð eða hvernig þær fengust. Hinsvegar er það bláköld staðreynd að Ísrael hefur í áratugi verið rannsakað af Amnesty International fyrir pyntingar og ómannúðlega meðferð gagnvart fönguðum Palestínumönnum. Myndbönd og vitnisburði benda til þess að slíkar meðferðir hafi aukist til muna síðan 7. október og því varhugavert að trúa gagnrýnislaust á þann áróður sem að Ísrael sendir út til að réttlæta aðgerðir sína. Það setur því enn meiri þrýsting á utanríkisráðherra að fá betur á hreint hvernig þessum upplýsingum var safnað saman – ekki nema að ráðherran trúi að pyntingar séu réttmæt aðferð við upplýsingasöfnun? Það skýtur því einnig skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision á meðan Ísrael fái að taka þátt í þeirri gleði sem fylgi keppninni, þrátt fyrir skýrar vísbendingar um hópmorð ríkisins. Eurovision er orðinn vettvangur fyrir Ísrael til að reyna að hvítþvo sig af þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyni en stefna Ísraels á fátt sameiginlegt með þeim friðsamlegu hugsjónum sem Eurovision boðar og er í raun að taka þátt í óþökk alls friðelskandi áhugafólks um Eurovision. Vandamálið er að Eurovision er orðinn vettvangur fyrir Ísrael til að reyna að betrumbæta ímynd sína með „art washing“, listþvætti en slíkt á sér stað þegar list eða listafólk er notað til að afvegaleiða athygli frá eða réttlæta neikvæða aðgerðir stjórnvalda eða ríkis. Ef Ísrael fær að taka þátt með Íslandi og öðrum Evrópuþjóðum þá erum við að gefa okkar samþykki á að aðgerðir Ísraels eru réttlætanlegar gagnvart Palestínu. Við erum að gefa grænt ljós á að Ísrael haldi áfram núverandi stefnu gagnvart Palestínu þar sem engar afleiðingar eru gagnvart hópmorðum, landráni og arðráni Ísraels í Palestínu. RÚV og íslenska ríkið hefur sterkar skyldur til að standa með þeim sem verða fyrir þessu endalausa ofbeldi sem Ísrael fremur og það getur varla talist eðlilegt að Ísland telji sig geta verið „sameinuð“ ríkjum sem eru undir rannsókn vegna hópmorðs. Það getur varla talist eðlilegt að Ísland vilji deila sviði með ríki sem hefur hernumið annað land í yfir 70 ár, stundar þjóðernishreinsanir, arðrán og landrán á landi Palestínu. Að lokum er krafan skýr. Ísland á að sniðganga Ísrael þar til landið fer að alþjóðalögum. Eitthvað sem ríkið hefur hingað til ekki gert og virðist ekki ætla að gera. Ísrael hefur nú þegar gert lítið úr Alþjóðadómstólnum og ekkert bendir til að ríkið muni stöðva sínar aðgerðir á Gaza né tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun