„Deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin“ Kári Mímisson skrifar 30. janúar 2024 23:09 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð léttur í leikslok þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist hafa verið sáttur við leik sinna kvenna gegn Grindavík í dag. Grindavík vann átta stiga sigur en sprækar Stjörnustúlkur spiluðu mjög vel á köflum í dag þó svo að Grindavík hefði náð að halda þeim ágætlega frá sér stærstan hluta leiksins. „Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
„Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54
Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn