Varar við að bílar muni sitja fastir Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 10:21 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að veðrið sem skellur á suðvesturhornið um hádegisbil muni skapa vandræði. Stöð 2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér. Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér.
Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11
Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24