Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2024 22:33 Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Píratar Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Hér fyrir neðan tók ég saman fleiri punkta frá föngum sem komið hafa fram í fjölmiðlum, skýrslum eða sem ég hef sjálfur fengið að heyra í heimsóknum mínum á Litla hraun: - Fangar fá 415 krónur á klukkustund fyrir vinnu sem dugar sjaldnast fyrir uppihaldi í fangelsi. Þetta leiðir til þess að fangar hafa oft ekki efni á mat sem að sögn fanga neyðir menn til þess að fá lánað - sem leiðir svo til ofbeldis og kúganna eða upptöku á fatnaði og eigum til að fá endurgreitt. - Allir fangar eru settir undir sama hatt. Þannig eru til dæmis fangar sem eru í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir í samneyti og á sömu deildum og fangar sem eru í bata eða að reyna að finna betrun. - Fangar hafa aðgang að lager af notuðum fötum en raunin er sú að sjaldan er fyllt á birgðirnar og því erfitt að nálgast flíkur í öllum stærðum og oftast eru slitnar flíkur og skóbúnaður í boði. - Menn hafa klárað langa dóma í fangelsinu (24 mánuði eða lengur) án þess að hitta sálfræðing einu sinni. - Lyfjameðferð til að sporna við fíknivanda er takmörkuð og nauðsynleg lyf til þess að til dæmis að meðhöndla athyglisbrest og ofvirkni eru því oft ekki aðgengileg föngum. - Í einu húsnæði fangelsisins þurfa fangar ekki einungis að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem hefur verið hengd yfir slá sem skilur að rými milli salerni og sturtuaðstöðu. - Rúm í fangelsinu eru úr sér gengin, dýnurnar lélegar og í mörgum tilvikum farnar að mygla. -Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsið kjötgeymslur. Þetta er ekki tæmandi listi af athugasemdum um aðstæður í íslenskum fangelsum, það þarf einnig að ræða menntun fangavarða, mönnun fangelsa og betrunarúrræði. Ég spurði dómsmálaráðherra nýverið hvort að hægt væri að uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga með núverandi fjárheimildum og aðstöðu og svar ráðherra var: "Já, ráðherra telur að við getum haldið lágmarksviðhaldi á þessum húsakosti til að tryggja að starfsemi geti verið á Litla-Hrauni næstu fimm til sex árin.”. Nú hefur fjárlaganefnd fengið rekstraráætlun frá fangelsismálastofnun þar sem fram kemur að núverandi fjárheimildir duga ekki til þess að sinna lögbundnum rekstri, að mati fangelsismálastjóra. Til þess vantar að minnsta kosti 300 milljónir og er þá ótalinn viðhaldskostnaður á húsnæði. Þannig að þegar ráðherra segir “já” þá verður það ekki skilið á annan hátt en “já, með sambærilegum hætti og áður”. Ráðherra boðar þó eitthvað framkvæmdafé sem er þá vonandi hægt að nota til þess að laga sturtur og fá betri dýnur - en reksturinn; mönnun fangavarða, menntun fangavarða, aukin sálfræðiþjónusta, betrun fanga og heilsa þeirra verður áfram með sambærilegum hætti næstu árin miða við svör ráðherra. Það finna kannski ekki allir til með slæmum aðstæðum fanga, sumum finnst þetta vera hluti af refsingu þeirra en kalla á sama tíma eftir viðbrögðum við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Betrunarúrræði, ásamt félagslegum forvarnarúrræðum, eru ein besta vörnin gegn glæpastarfsemi sem til er og það er erfitt að sjá hvernig fangar koma betur undirbúnir til þess að vera fyrirmyndar þátttakendur í samfélaginu eftir fangelsisvist á Litla-Hrauni, eða í raun öðrum fangelsum á Íslandi, miðað við núverandi og komandi ástand ef fjármagn er ekki aukið. Höfundur er þingmaður Pírata.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun