Freyr tók við liðinu í botnsæti deildarinnar en fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna einn leik og gera tvö jafntefli undir hans stjórn.
Kortrijk vann leikinn í dag gegn Charleroi þar sem Isaak Davies skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu.
Þrátt fyrir gott gengi í síðustu leikjum er liðið þó enn í botnsætinu.