Parísarbyggingar á Íslandi - er það hægt? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 23:36 Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Loftslagsmál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun