Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 14:19 Orri Hlöðversson hefur sem formaður ÍTF átt sæti í stjórn KSÍ. Hann, eða staðgengill hans, mætti samkvæmt núgildandi lögum vera í launuðu starfi eða sitja í stjórn einhvers af aðildarfélögum KSÍ, einn stjórnarmanna KSÍ. Vísir/Vilhelm Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti er nafnið á hagsmunasamtökum knattspyrnufélaga í efstu deildum Íslands. Þau eiga einn fulltrúa í stjórn KSÍ og er það jafnframt eini stjórnarmaður KSÍ sem má vera í ólaunuðu starfi eða stöðu hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Stjórn KSÍ leggur til að þessu verði breytt þannig að allir fulltrúar í stjórn KSÍ séu óháðir aðildarfélögum KSÍ. Það er að segja að þeir séu ekki í launuðu starfi, stjórn eða ráði hjá neinu aðildarfélagi. Í rökstuðningi með tillögu stjórnarinnar segir meðal annars að það sé ekki í samræmi við lýðræðislega og góða stjórnarhætti að undanskilja einn aðila í stjórn KSÍ frá hæfisskilyrðum, og að engin sýnileg, gild ástæða sé fyrir því að fulltrúi ÍTF sé undanskilinn. ÍTF vill leyfa öllu stjórnarfólki að tengjast einnig aðildarfélagi ÍTF leggur hins vegar til að lögunum verði breytt þannig að allt stjórnarfólk KSÍ megi samhliða þeirri stjórnarsetu sitja í stjórnum eða vera formaður ráða hjá einhverju af aðildarfélögum sambandsins. Þeir megi þó áfram ekki vera í launuðu starfi hjá aðildarfélagi. Í rökstuðningi segir stjórn ÍTF að eins og lögin séu núna þá geti það þýtt að reynslumestu aðilarnir séu ekki kjörgengir til að taka þátt í að stjórna knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Afar lítil hætta sé á hagsmunaárekstrum því málefni einstakra félaga séu sjaldnast til umræðu eða afgreiðslu þar. Ársþing KSÍ fer fram 24. febrúar næstkomandi. Kosið verður í nýja stjórn og ljóst er að þrír sækjast eftir sæti formanns sambandsins, þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga stjórnar ÍTF
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. 9. febrúar 2024 12:16
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti