Linda Dallmann kom gestunum í forystu strax á 18. mínútu áður en Janina Hechler varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 34. mínútu og tvöfalda forystu gestanna mum leið.
Lea Schüller skoraði svo þriðja mark Bayern eftir stoðsendingu Georgia Stanway á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 3-0 í hálfleik.
Stanway var svo aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik þegar hún skoraði fjórða mark Bayern og Jovana Damnjanovic rak svo seinasta naglann í kistu Köln með marki á 64. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan því afar öruggur 5-0 sigur Bayern München sem trónir á toppi þýsku deildarinnar með 33 stig eftir 13 leiki, fjórum stigum meira en Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Köln situr hins vegar í níunda sæti með tíu stig.