Eriksson fær hinstu óskina uppfyllta á Anfield Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 11:57 Sven-Göran Eriksson er stuðningsmaður Liverpool og fær að stýra liðinu á Anfield í einn dag. Getty/Massimo Insabato Sænski fótboltaþjálfarinn Sven-Göran Eriksson, sem kveðst í besta falli eiga ár eftir ólifað, fær draum sinn um að stýra Liverpool uppfylltan í næsta mánuði. Enska félagið greindi frá þessu í dag en Eriksson verður í þjálfarateymi Liverpool þegar liðið mætir Ajax á Anfield, í „goðsagnaleik“ fyrrverandi leikmanna. Í tilkynningu frá Liverpool segir að Eriksson verði í teymi með goðsögnum á borð við Ian Rush, John Barnes og John Aldridge, en um árlegan góðgerðaleik er að ræða. „Allir sem tengjast félaginu og LFC Foundation hlakka til að taka hlýlega á móti Liverpool-stuðningsmanninum Sven og fjölskyldu hans á Anfield, og sjá hann að störfum á hliðarlínunni, í frábærri góðgerðasöfnun,“ segir í tilkynningu Liverpool. We are delighted to confirm Sven-Goran Eriksson will be part of the #LFCLegends management team for the game against Ajax Legends at Anfield More info: https://t.co/qzBKmm4Htd pic.twitter.com/xsWr4KYUKf— Liverpool FC (@LFC) February 13, 2024 Eriksson greindi frá því í viðtali við P1 í Svíþjóð fyrir mánuði síðan að hann væri með ólæknandi krabbamein í brisi. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki,“ sagði Eriksson. Hann byrjaði að glíma við heilsubrest í byrjun árs 2023 og dró sig þá í hlé frá störfum sínum fyrir Karlstad þar sem hann var íþróttastjóri. Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Enska félagið greindi frá þessu í dag en Eriksson verður í þjálfarateymi Liverpool þegar liðið mætir Ajax á Anfield, í „goðsagnaleik“ fyrrverandi leikmanna. Í tilkynningu frá Liverpool segir að Eriksson verði í teymi með goðsögnum á borð við Ian Rush, John Barnes og John Aldridge, en um árlegan góðgerðaleik er að ræða. „Allir sem tengjast félaginu og LFC Foundation hlakka til að taka hlýlega á móti Liverpool-stuðningsmanninum Sven og fjölskyldu hans á Anfield, og sjá hann að störfum á hliðarlínunni, í frábærri góðgerðasöfnun,“ segir í tilkynningu Liverpool. We are delighted to confirm Sven-Goran Eriksson will be part of the #LFCLegends management team for the game against Ajax Legends at Anfield More info: https://t.co/qzBKmm4Htd pic.twitter.com/xsWr4KYUKf— Liverpool FC (@LFC) February 13, 2024 Eriksson greindi frá því í viðtali við P1 í Svíþjóð fyrir mánuði síðan að hann væri með ólæknandi krabbamein í brisi. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki,“ sagði Eriksson. Hann byrjaði að glíma við heilsubrest í byrjun árs 2023 og dró sig þá í hlé frá störfum sínum fyrir Karlstad þar sem hann var íþróttastjóri. Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira