„Þá er stærsta kakan sem eg er búinn að bíða lengi eftir komin í ofninn. Haldiði ekki að ég sé að verða afi fljótlega,“ skrifar Jói í færslunni á Instagram.
Jóhannes hefur undanfarin tvö ár rekið veitingastaðinn Felino í Laugardalnum. Hann sagði frá því í einlægu viðtali þegar staðurinn var opnaður að hann hefði farið í gegnum erfiða reynslu þegar bakaríkeðja hans fór í þrot árið 2020.
„Nú er bara seinni helmingurinn byrjaður hjá mér,“ sagði Jói á sínum tíma aðspurður um fyrri rekstrarvanda. „Það var bakstur í fyrri helming og nú tekur veitingareksturinn við.“