„Eins og að vera fastur í hryllingsmynd“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 19:59 Arnar Guðjónsson var vonsvikinn eftir leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var beygður þjálfari Stjörnunnar sem mætti í viðtal eftir leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Tap Stjörnunnar var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Hann sagðist vona að botninum væri náð. „Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“ Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
„Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“
Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira