Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2024 10:37 Jakob Daníelsson er forseti Stúdentaráðs Háskólans í Reykjavík. Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Fyrr í vikunni bauð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjálfstætt starfandi háskólunum þremur að fá fullan ríkisstyrk, gegn því að þeir myndu afnema skólagjöld. Skólarnir þrír eru Listaháskóli Íslands (LHÍ), Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík (HR). LHÍ samþykkti tilboð ráðherra skömmu eftir tilkynninguna og þar verða engin skólagjöld á komandi skólaárum. Þess í stað greiða nemendur einungis 75 þúsund krónur á ári í skráningargjald. Stjórnendur HR og Bifrastar eru með málið til skoðunar og funda stjórnir skólanna á næstu dögunum um tilboðið. Sjá einnig: Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Jakob Daníelsson, formaður Stúdentafélags HR (SFHR), segir tilboðið hafa hljómað mjög vel í fyrstu. Hann telur þó fyrirkomulagið eins og ráðherra boðaði það ekki henta sínum skóla. „Tekjurnar af skólagjöldunum eru miklu hærri en þessi upphæð sem skerðingin er. Við myndum alls ekki vilja að þetta kæmi út á gæðum náms og það þyrfti að hagræða verulega í HR ef þetta yrði tekið upp. Þá þyrfti HR annað hvort að fjölga nemendum, sem er eiginlega ekki hægt, og þá mögulega fækka námsbrautum. Við óttumst að gæði námsins yrðu lakari,“ segir Jakob í samtali við fréttastofu. Vill ekki að nemendum sé mismunað Hann fagnar því að stefna um að fé fylgi nemendum sé að koma upp. Honum þykir það réttlátast að ríkið borgi jafn mikið með nemendum sem fara í sjálfstætt starfandi háskóla og þeim sem fara í opinbera háskóla, svo sem Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. „Mér finnst mjög gott að sú umræða sé að koma upp. En ég myndi vilja sjá útfærslu á þessu þannig að HR yrði ekki skert í þessu reiknilíkani en mætti samt rukka skólagjöld sem myndi þá þýða að HR gæti lækkað skólagjöldin töluvert,“ segir Jakob. Nemendur leiti í sérstöðu HR Hann bendir á að nemendur HR sæki í einhverja sérstöðu skólans þar sem þeir kjósi að greiða skólagjöldin þrátt fyrir að allar námsleiðir skólans séu einnig kenndar í HÍ hinum megin við Vatnsmýrina. „Það er ástæða fyrir því að 3.500 nemendur ákveða að koma í HR. Það er einhver sérstaða sem þeir sjá, betri aðstaða og persónulegri kennsla. Þannig það er einhver ástæða fyrir því að krakkarnir eru til í að borga meira fyrir betra nám,“ segir Jakob. Ályktun eftir fund með nemendum Stjórn SFHR fundaði með nemendum skólans í gær þar sem tilboð ráðherra var kynnt nánar og fólk gat sagt sínar skoðanir. Í kjölfar fundarins sendi félagið frá sér ályktun vegna málsins. Þar kemur meðal annars fram að breytingin myndi skila niðurskurði um fimmtán prósent. „Það hefur lengi verið vitað að háskólana á Íslandi og sérstaklega þá opinberu skort ríkisfármagn. Eins og staðan er í dag dugir ekki „100 prósent ríkisframlagið“ til að kenna nemendum með þeim hætti sem HR hefur verið að gera. Til þess að raunverulega auka aðgengi að vali mismunandi háskóla óháð efnahag, er réttast að afnema skerðingarnar og lækka því þröskuldinn verulega fyrir nemendur með lægri skólagjöldum,“ segir í ályktuninni. Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hvað varðar tilboð Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um afnám skólagjalda sjálfstætt starfandi skóla. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðið sjálfstætt starfandi háskólum tilboð þar sem núverandi skerðing á fjármagni þessara skóla verðir fjarlægð gegn því að skólarnir afnemi skólagjöld. Þetta tilboð ráðuneytisins hljómar við fyrstu sýn frábært fyrir okkur nemendur í HR. Há skólagjöld geta verið mikil byrði og hefur það að verkum að nemendur koma að jafnaði hærra skuldset úr námi og í lakari fjárhagsstöðu á meðan námi stendur. Tilboðið frá ráðuneytinu eins og það stendur núna felur hins vegar í sér að rekstrartekjur HR lækki um rúman 1,1 milljarð króna og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þetta niðurskurður um u.þ.b. 15%. Á opnum samráðsfundi nemenda HR vegna tilboðsins kom sterkt fram að nemendur í HR leggja mikið upp úr góðri aðstöðu, persónulegri kennslu, nútímalegum kennslubúnaði og framúrskarandi þjónustu við nemendur. Við í stúdentaráði teljum ómögulegt að halda þessari sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með svona fárskerðingum. Sérstaða HR er að miklu leyti möguleg vegna fullnægjandi fjármögnunar. SFHR fagnar þó umræðu um að fé skuli fylgja nemendum. Í HR fá nemendur einungis 75% ríkisframlag miðað við nemendur í opinberum skólum. Þó að þessi skerðing væri ekki til staðar eru enn þá þættir sem styðja enn frekar við opinberu skólana. Þar má nefna húsnæðismál, HHÍ, Sáttamálasjóð HÍ o.fl. sem nemendur í sjálfstætt starfandi skólum njóta ekki góðs af. Innleiða ætti stefnuna „fé fylgir nemendum“ að alvöru, óháð því hvort nemendur borgi skólagjöld eða ekki. Ef skerðingin yrði afnumin gæf það svigrúm til að lækka skólagjöld í HR töluvert. Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið. Ráðuneytið svarar spurningum um bæði fullt ríkisframlag og skólagjöld með samanburði á menntastofnunum og heilbrigðisfyrirtækjum. "Það væri eins og ef ríkið greiddi aðgerðir hjá einkareknu heilbrigðisfyrirtæki en læknarnir gætu svo bæt ofan á þá greiðslu frá ríkinu og rukkað sjúklingana um meira." En hvernig á það að vera mögulegt að framkvæma aðgerðina þegar ríkisframlagið dugir ekki til þess að aðgerðin gangi raunverulega vel. Af hverju fær viðkomandi ekki full ríkisframlög þó það sé kosið að velja þjónustu þar sem nægt fjármagn er tryggt til að gera hana vel? Það hefur lengi verið vitað að háskólana á Íslandi og sérstaklega þá opinberu skort ríkisfármagn. Eins og staðan er í dag dugir ekki "100% ríkisframlagið" til að kenna nemendum með þeim hætti sem HR hefur verið að gera. Til þess að raunverulega auka aðgengi að vali mismunandi háskóla óháð efnahag, er réttast að afnema skerðingarnar og lækka því þröskuldinn verulega fyrir nemendur með lægri skólagjöldum. Það er alveg ljóst að ef HR á að geta haldið áfram að vera framúrskarandi í áhersluþáttum ráðuneytisins eins og að útskrifa unga karlmenn (sem sækja mun síður í háskólanám en ungar konur) eða nemendur í raun- og tæknigreinum þá þarf þetta fjármagn að vera til staðar, eitthvað sem núverandi tilboð felur ekki í sér og gerir því nemendum HR ekki kleif að fá sama ríkisframlag og aðrir háskólanemar. Það er ástæða fyrir því að rúmlega 3500 nemendur velji að borga skólagjöldin í stað þess að fara á samskonar námsbraut hinu megin við Vatnsmýrina. Þetta val þarf að standa til boða án þess að fjármagn sem fylgir þessum nemendum sé skert. Eins og ríkisfármagnið er í dag er það ómögulegt án skólagjalda. Það er því sameiginlegt hagsmunamál ríkisins og nemenda við sjálfstætt starfandi skóla að veita full fjárframlög án kröfu um alfarið afnám skólagjalda. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Jakob Daníelsson Forseti SFHR Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Fyrr í vikunni bauð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjálfstætt starfandi háskólunum þremur að fá fullan ríkisstyrk, gegn því að þeir myndu afnema skólagjöld. Skólarnir þrír eru Listaháskóli Íslands (LHÍ), Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík (HR). LHÍ samþykkti tilboð ráðherra skömmu eftir tilkynninguna og þar verða engin skólagjöld á komandi skólaárum. Þess í stað greiða nemendur einungis 75 þúsund krónur á ári í skráningargjald. Stjórnendur HR og Bifrastar eru með málið til skoðunar og funda stjórnir skólanna á næstu dögunum um tilboðið. Sjá einnig: Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Jakob Daníelsson, formaður Stúdentafélags HR (SFHR), segir tilboðið hafa hljómað mjög vel í fyrstu. Hann telur þó fyrirkomulagið eins og ráðherra boðaði það ekki henta sínum skóla. „Tekjurnar af skólagjöldunum eru miklu hærri en þessi upphæð sem skerðingin er. Við myndum alls ekki vilja að þetta kæmi út á gæðum náms og það þyrfti að hagræða verulega í HR ef þetta yrði tekið upp. Þá þyrfti HR annað hvort að fjölga nemendum, sem er eiginlega ekki hægt, og þá mögulega fækka námsbrautum. Við óttumst að gæði námsins yrðu lakari,“ segir Jakob í samtali við fréttastofu. Vill ekki að nemendum sé mismunað Hann fagnar því að stefna um að fé fylgi nemendum sé að koma upp. Honum þykir það réttlátast að ríkið borgi jafn mikið með nemendum sem fara í sjálfstætt starfandi háskóla og þeim sem fara í opinbera háskóla, svo sem Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. „Mér finnst mjög gott að sú umræða sé að koma upp. En ég myndi vilja sjá útfærslu á þessu þannig að HR yrði ekki skert í þessu reiknilíkani en mætti samt rukka skólagjöld sem myndi þá þýða að HR gæti lækkað skólagjöldin töluvert,“ segir Jakob. Nemendur leiti í sérstöðu HR Hann bendir á að nemendur HR sæki í einhverja sérstöðu skólans þar sem þeir kjósi að greiða skólagjöldin þrátt fyrir að allar námsleiðir skólans séu einnig kenndar í HÍ hinum megin við Vatnsmýrina. „Það er ástæða fyrir því að 3.500 nemendur ákveða að koma í HR. Það er einhver sérstaða sem þeir sjá, betri aðstaða og persónulegri kennsla. Þannig það er einhver ástæða fyrir því að krakkarnir eru til í að borga meira fyrir betra nám,“ segir Jakob. Ályktun eftir fund með nemendum Stjórn SFHR fundaði með nemendum skólans í gær þar sem tilboð ráðherra var kynnt nánar og fólk gat sagt sínar skoðanir. Í kjölfar fundarins sendi félagið frá sér ályktun vegna málsins. Þar kemur meðal annars fram að breytingin myndi skila niðurskurði um fimmtán prósent. „Það hefur lengi verið vitað að háskólana á Íslandi og sérstaklega þá opinberu skort ríkisfármagn. Eins og staðan er í dag dugir ekki „100 prósent ríkisframlagið“ til að kenna nemendum með þeim hætti sem HR hefur verið að gera. Til þess að raunverulega auka aðgengi að vali mismunandi háskóla óháð efnahag, er réttast að afnema skerðingarnar og lækka því þröskuldinn verulega fyrir nemendur með lægri skólagjöldum,“ segir í ályktuninni. Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hvað varðar tilboð Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um afnám skólagjalda sjálfstætt starfandi skóla. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðið sjálfstætt starfandi háskólum tilboð þar sem núverandi skerðing á fjármagni þessara skóla verðir fjarlægð gegn því að skólarnir afnemi skólagjöld. Þetta tilboð ráðuneytisins hljómar við fyrstu sýn frábært fyrir okkur nemendur í HR. Há skólagjöld geta verið mikil byrði og hefur það að verkum að nemendur koma að jafnaði hærra skuldset úr námi og í lakari fjárhagsstöðu á meðan námi stendur. Tilboðið frá ráðuneytinu eins og það stendur núna felur hins vegar í sér að rekstrartekjur HR lækki um rúman 1,1 milljarð króna og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þetta niðurskurður um u.þ.b. 15%. Á opnum samráðsfundi nemenda HR vegna tilboðsins kom sterkt fram að nemendur í HR leggja mikið upp úr góðri aðstöðu, persónulegri kennslu, nútímalegum kennslubúnaði og framúrskarandi þjónustu við nemendur. Við í stúdentaráði teljum ómögulegt að halda þessari sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með svona fárskerðingum. Sérstaða HR er að miklu leyti möguleg vegna fullnægjandi fjármögnunar. SFHR fagnar þó umræðu um að fé skuli fylgja nemendum. Í HR fá nemendur einungis 75% ríkisframlag miðað við nemendur í opinberum skólum. Þó að þessi skerðing væri ekki til staðar eru enn þá þættir sem styðja enn frekar við opinberu skólana. Þar má nefna húsnæðismál, HHÍ, Sáttamálasjóð HÍ o.fl. sem nemendur í sjálfstætt starfandi skólum njóta ekki góðs af. Innleiða ætti stefnuna „fé fylgir nemendum“ að alvöru, óháð því hvort nemendur borgi skólagjöld eða ekki. Ef skerðingin yrði afnumin gæf það svigrúm til að lækka skólagjöld í HR töluvert. Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið. Ráðuneytið svarar spurningum um bæði fullt ríkisframlag og skólagjöld með samanburði á menntastofnunum og heilbrigðisfyrirtækjum. "Það væri eins og ef ríkið greiddi aðgerðir hjá einkareknu heilbrigðisfyrirtæki en læknarnir gætu svo bæt ofan á þá greiðslu frá ríkinu og rukkað sjúklingana um meira." En hvernig á það að vera mögulegt að framkvæma aðgerðina þegar ríkisframlagið dugir ekki til þess að aðgerðin gangi raunverulega vel. Af hverju fær viðkomandi ekki full ríkisframlög þó það sé kosið að velja þjónustu þar sem nægt fjármagn er tryggt til að gera hana vel? Það hefur lengi verið vitað að háskólana á Íslandi og sérstaklega þá opinberu skort ríkisfármagn. Eins og staðan er í dag dugir ekki "100% ríkisframlagið" til að kenna nemendum með þeim hætti sem HR hefur verið að gera. Til þess að raunverulega auka aðgengi að vali mismunandi háskóla óháð efnahag, er réttast að afnema skerðingarnar og lækka því þröskuldinn verulega fyrir nemendur með lægri skólagjöldum. Það er alveg ljóst að ef HR á að geta haldið áfram að vera framúrskarandi í áhersluþáttum ráðuneytisins eins og að útskrifa unga karlmenn (sem sækja mun síður í háskólanám en ungar konur) eða nemendur í raun- og tæknigreinum þá þarf þetta fjármagn að vera til staðar, eitthvað sem núverandi tilboð felur ekki í sér og gerir því nemendum HR ekki kleif að fá sama ríkisframlag og aðrir háskólanemar. Það er ástæða fyrir því að rúmlega 3500 nemendur velji að borga skólagjöldin í stað þess að fara á samskonar námsbraut hinu megin við Vatnsmýrina. Þetta val þarf að standa til boða án þess að fjármagn sem fylgir þessum nemendum sé skert. Eins og ríkisfármagnið er í dag er það ómögulegt án skólagjalda. Það er því sameiginlegt hagsmunamál ríkisins og nemenda við sjálfstætt starfandi skóla að veita full fjárframlög án kröfu um alfarið afnám skólagjalda. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Jakob Daníelsson Forseti SFHR
Ályktun Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hvað varðar tilboð Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um afnám skólagjalda sjálfstætt starfandi skóla. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðið sjálfstætt starfandi háskólum tilboð þar sem núverandi skerðing á fjármagni þessara skóla verðir fjarlægð gegn því að skólarnir afnemi skólagjöld. Þetta tilboð ráðuneytisins hljómar við fyrstu sýn frábært fyrir okkur nemendur í HR. Há skólagjöld geta verið mikil byrði og hefur það að verkum að nemendur koma að jafnaði hærra skuldset úr námi og í lakari fjárhagsstöðu á meðan námi stendur. Tilboðið frá ráðuneytinu eins og það stendur núna felur hins vegar í sér að rekstrartekjur HR lækki um rúman 1,1 milljarð króna og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þetta niðurskurður um u.þ.b. 15%. Á opnum samráðsfundi nemenda HR vegna tilboðsins kom sterkt fram að nemendur í HR leggja mikið upp úr góðri aðstöðu, persónulegri kennslu, nútímalegum kennslubúnaði og framúrskarandi þjónustu við nemendur. Við í stúdentaráði teljum ómögulegt að halda þessari sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með svona fárskerðingum. Sérstaða HR er að miklu leyti möguleg vegna fullnægjandi fjármögnunar. SFHR fagnar þó umræðu um að fé skuli fylgja nemendum. Í HR fá nemendur einungis 75% ríkisframlag miðað við nemendur í opinberum skólum. Þó að þessi skerðing væri ekki til staðar eru enn þá þættir sem styðja enn frekar við opinberu skólana. Þar má nefna húsnæðismál, HHÍ, Sáttamálasjóð HÍ o.fl. sem nemendur í sjálfstætt starfandi skólum njóta ekki góðs af. Innleiða ætti stefnuna „fé fylgir nemendum“ að alvöru, óháð því hvort nemendur borgi skólagjöld eða ekki. Ef skerðingin yrði afnumin gæf það svigrúm til að lækka skólagjöld í HR töluvert. Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið. Ráðuneytið svarar spurningum um bæði fullt ríkisframlag og skólagjöld með samanburði á menntastofnunum og heilbrigðisfyrirtækjum. "Það væri eins og ef ríkið greiddi aðgerðir hjá einkareknu heilbrigðisfyrirtæki en læknarnir gætu svo bæt ofan á þá greiðslu frá ríkinu og rukkað sjúklingana um meira." En hvernig á það að vera mögulegt að framkvæma aðgerðina þegar ríkisframlagið dugir ekki til þess að aðgerðin gangi raunverulega vel. Af hverju fær viðkomandi ekki full ríkisframlög þó það sé kosið að velja þjónustu þar sem nægt fjármagn er tryggt til að gera hana vel? Það hefur lengi verið vitað að háskólana á Íslandi og sérstaklega þá opinberu skort ríkisfármagn. Eins og staðan er í dag dugir ekki "100% ríkisframlagið" til að kenna nemendum með þeim hætti sem HR hefur verið að gera. Til þess að raunverulega auka aðgengi að vali mismunandi háskóla óháð efnahag, er réttast að afnema skerðingarnar og lækka því þröskuldinn verulega fyrir nemendur með lægri skólagjöldum. Það er alveg ljóst að ef HR á að geta haldið áfram að vera framúrskarandi í áhersluþáttum ráðuneytisins eins og að útskrifa unga karlmenn (sem sækja mun síður í háskólanám en ungar konur) eða nemendur í raun- og tæknigreinum þá þarf þetta fjármagn að vera til staðar, eitthvað sem núverandi tilboð felur ekki í sér og gerir því nemendum HR ekki kleif að fá sama ríkisframlag og aðrir háskólanemar. Það er ástæða fyrir því að rúmlega 3500 nemendur velji að borga skólagjöldin í stað þess að fara á samskonar námsbraut hinu megin við Vatnsmýrina. Þetta val þarf að standa til boða án þess að fjármagn sem fylgir þessum nemendum sé skert. Eins og ríkisfármagnið er í dag er það ómögulegt án skólagjalda. Það er því sameiginlegt hagsmunamál ríkisins og nemenda við sjálfstætt starfandi skóla að veita full fjárframlög án kröfu um alfarið afnám skólagjalda. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Jakob Daníelsson Forseti SFHR
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira