Umfangsmiklar loftárásir eru sagðar hafa spilað rullu í þeirri ákvörðun Úkraínumanna að hörfa frá rústum borgarinnar og mynda nýjar varnarlínur vestur af henni.
Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja útlit fyrir að Rússar hafi náð að tryggja sér staðbundna yfirburði í háloftunum yfir Avdívka. Þá yfirburði hafi þeir notað til að styðja framsókn rússneskra hermanna, meðal annars með umfangsmikilli notkun svokallaðra svifsprengja.
Rússar eiga mikið af gömlum sprengjum sem geta verið mjög stórar. Þeir hafa bætt vængjum við þær og staðsetningarbúnaði og er þeim varpað af flugvélum úr mikilli hæð. Þaðan geta sprengjurnar svifið allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni.
Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka.
Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa
Rússneskir herbloggarar hafa margir vísað til þessara sprengjuárása sem helstu ástæðu þess að Rússum hafi loks tekist að stökkva Úkraínumönnum á flótta, eftir umfangsmiklar árásir frá því í október.
Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.
— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 17, 2024
Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr
Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/kS2tN2ld36
Úkraínumenn glíma við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið en þá skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi. Þennan skort má að miklu leyti rekja til pólitískra deilna í Bandaríkjunum en þaðan hefur engin hernaðaraðstoð verið send til Úkraínu um mánaða skeið.
Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð
Þessi flugskeytaskortur hefur mögulega komið niður á vörnum Úkraínumanna yfir Avdívka og leitt til yfirráða Rússa. Úkraínumenn segjast þó hafa skotið niður þrjár herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum.
Rússar hafa sagt þessar fregnir rangar en myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum gefa til kynna að minnst tvær herþotur hafi verið skotnar niður.
Over the past 24 hours, Ukraine has successfully downed four Russian planes conducting guided bomb raids. Video shows a fighter jet crashing in the village of Diakove in occupied Luhansk region. Notably, the women discussing potential wreckage sites are all speaking Ukrainian pic.twitter.com/fYubNIGO5h
— Maria Avdeeva (@maria_avdv) February 18, 2024