Bitið kom í veg fyrir að Benzema færi til Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 09:31 Karim Benzema og Luis Suárez fóru á kostum með Real Madrid og Barcelona en Suárez hefði allt eins getað valið að spila fyrir Real, og þá komið í stað Benzema. Samsett/EPA Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez kveðst í raun hafa komið í veg fyrir að franski framherjinn Karim Benzema færi frá Real Madrid til Arsenal á sínum tíma. Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira