Í sviðsljósinu í kvöld: Sá fyrsti á öldinni hjá Internazionale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:31 Lautaro Martinez hefur raðað inn mörkum með Internazionale á þessu tímabili. Getty/Matteo Ciambelli Internazionale hefur verið að gera frábæra hluti í ítalska fótboltanum og það er ekki síst að þakka argentínska framherjanum Lautaro Martínez sem hefur farið á kostum á þessu tímabili. Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira