Ástarsögur úr hversdeginum Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 14:00 Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi lifðum við hjónin eins og áhrifavaldar, án þess þó að birta af því myndir á Instagram og raunar án þess að vera í neinu „samstarfi“. Við litum upp úr hversdeginum og fórum á tónleika, dvöldum á hóteli og borðuðum á góðum veitingastað. Eins og mörg pör leyfum við okkur þetta einstaka sinnum og snúum í kjölfarið til baka í hversdaginn, glöð yfir því að hafa gert okkur dagamun. Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur. John Lennon minnti á þetta í laginu Beautiful Boy, ort frá föður til sonar, þar sem hann segir lífið vera það sem á sér stað á meðan við gerum önnur plön. Í starfi mínu sem prestur fæ ég að gefa saman hjón og ég bið iðulega hjónaefni um að senda mér bréf um ást sína og hvað þeir, þær eða þau njóta þess að gera saman. Stundum koma sögur af uppbroti en oftar en ekki eru þetta ástarsögur úr hversdeginum. Án leyfis viðkomandi hjónaefna deili ég nokkrum slíkum ástarsögum. Ein hjónaefni sendu mér söguna af því þegar þau byrjuðu saman og þar segir að „daginn eftir fékk hann [hana] með sér að horfa á vídeóspólu, eina nýja og eina gamla frá Snælandsvídeó. Þegar spólan var búin og kvöldið á enda spurði [hún], hvort að hann vildi ekki bara vera í sambandi með sér.“ Hjónaefni sem vinna bæði á sjúkrahúsi lýstu fyrir mér gæðastundum á „mánudagsmorgnum, þegar vaktavinnufólk á grið, þar sem við njótum þess að horfa á Netflix saman“ og „kósíkvöldum með hvítvíni og ostapoppi“. Þessi hjón setja það í forgang að „reyna að taka lífinu ekki of alvarlega, knúsa hvort annað og kyssa eins mikið og færi gefst“. Önnur skrifuðu mér „við elskum bæði að vera heima í rólegheitunum að spjalla yfir kaffibolla og þannig gleymist tíminn oft.“ Í ástarbréfi til verðandi eiginmanns skrifar kona „það sem ég elska við [hann] er að hann passar upp á sitt nánasta fólk og er til staðar fyrir það. Hann lætur sitt nánasta fólk vita að honum þykir vænt um það og tekur tímanum með þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hann er alltaf til staðar fyrir mig og segir við mig á hverjum degi að hann elski mig og hrósar mér á einn eða annan hátt, og gerir það alltaf af mikilli einlægni og beint frá hjartanu.“ Ástin þarf rými í hversdeginum og þó á stundum geti verið langt á milli uppbrota, getum við nýtt hverja samverustund til að rækta ástina. Þekkt bók eftir Gary Chapman nefnir Fimm tungumál ástarinnar, uppörvandi orð, þjónustu, gjafir, gæðastundir og snertingu og þau eru verkfæri sem við getum nýtt til að leggja rækt við ástina í hversdeginum. Á sunnudaginn (25.2. kl. 14) bjóðum við í Fríkirkjunni í Reykjavík pörum og einstaklingum af öllum kynjum að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum, þeirra Sigurðar Rúnars Sigurðssonar & Ágústs Birgissonar, Söru Gríms & Elmars Andra Sveinbjörnssonar og Sigurbjörns Þorkelssonar & Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Jafnframt gefst í stundinni tækifæri til að nýja eða endurnýja heit sín undir fallegum ástarlögum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun