Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:24 Birgir Þórarinsson hefur rætt við leigubílstjóra um breytingarnar. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir. Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir.
Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00