Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 19:37 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn. Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn.
Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira