Fyrirmyndir stækka framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar Daðason skrifa 1. mars 2024 08:01 Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ásmundur Einar Daðason Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun