Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 08:00 Dagur Sigurðsson var með samning til að stýra japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í suamr en vildi starfslokasamning til að taka við Króatíu. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01
Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00
„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06