Byggjum borg tvö - Selfoss eða Akureyri fyrst? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. mars 2024 18:01 Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Árborg Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ekkert er fegurra en hugmynd hvers tími er komin: Akureyrarborg eða? Tilgangur hugmyndarinnar um Akureyrarborg er að draga vald norður og styrkja umboð Akureyringa til að nota það. Önnur borg skapar vonandi valdajafnvægi í landinu sem eykur velferð landsbyggðarinnar. Það verður erfitt að ganga framhjá borg tvö. Forsendurnar liggja í því sem landshlutinn villhafa en hefur ekki. Og því sem hann ætti að hafa en hefur ekki. Norðlendingar, Akureyringar, vilja bera ábyrgð á nærumhverfi sínu í smáu sem stóru en hefur skort vald og umboð til þess. Framþróunin er hæg. Forsendur og tilgangur nægir ekki til að byggja Akureyrarborg. Framþróun hugmyndarinnar fellst í aðferðafræði sem dregur sjálfkrafa að sér fjármagn og fólk - vegna vöntunar á lausnum annars staðar, áður en öðrum dettur það sama í hug - til dæmis Selfyssingum. Aðferðin er að vera fyrst til að leysa stærsta vandamál samfélagsins - sem höfuðborgarsvæðinu hefur mistekist að leysa; byggja íbúðarhúsnæði. Hratt. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), í samstarfi við sérfræðinga að sunnan, ákvað árið 2019, að stíga fast og ákveðið til jarðar og framkvæmdi með sóma aðgerðina „rafmagn örugglega norður“ og naut áhrifa frá vegferð Samtaka Iðnaðarins sem var á sama tíma í sömu erindagjörðum. Hugmyndin að Akureyrarborg kviknar í þessu viðamikla verkefni hagsmunagæslu fyrir Norðurland. Seinna kom í ljós að sama hugmynd hafði verið kynnt árið 2012. Fáir hlustuðu þá. Sjálfboðavinnu sérfræðinga í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri lauk vorið 2023. Hvati þeirrar vinnu hefur þó aðeins styrkst enda enn meiri skortur á húsnæði og fyrirhyggju varðandi þarfir íbúanna í dag en fyrir nokkrum árum. AFE kynnti hugmyndina árið 2019 fyrir stjórnmálafólki, embættismönnum og öðrum sem hafa unnið hægt og sígandi með hugmyndina. Ný sóknarstefna fyrir landshlutann er í bígerð. Vonandi verður sóknin byggð á forsendum og tilgangi nýju borgarinnar eins og AFE taldi skynsamlegt á sínum tíma. Án stefnufestu er hætta á að lítið verði úr skattfé því sem úthlutað var í borgarverkefnið.Verkefnið hefur tekið of langan tíma sem kostar skattborgarinn peninga. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar hefði getað stígið á pall árið 2019 eða 2012 og tilkynnt að bærinn væri borg. Þá hefðu fleiri hlustað og eitthvað gerst, og sérfræðingarnir að sunnan ekki þurft að vinna í sjálfboðavinnu í hagsmunagæslu fyrir borgina í norðri fram til 2023. Hvaða landshluti verður fyrstur til að byggja nægjanlegt íbúðarhúsnæði sem dregur til sín fjármagn og fólk? Verður það Akureyrarborg eða Selfossborg? Höfundur er formaður hugmyndarinnar um aðra borg.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun