Fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 13:00 Kristín Heba Gísladóttir er framkvæmdastjóri Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Varða/Vísir/Vilhelm Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman og svipað hlutfall gæti ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem kynnt var í hádeginu. Þar kemur fram að hærra hlutfall nú en fyrir ári síðan hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Könnunin tekur á lífsskilyrðum launafólks, en almennt er skýrslan sögð gefa til kynna að staða launafólks sé heilt yfir sambærileg stöðu þess fyrir ári síðan en verri en árið 2022. „Hins vegar benda niðurstöður til þess að grípa þurfi til aðgerða til að bæta stöðu tiltekinna hópa samfélagsins. Staða foreldra versnar milli ára en samkvæmt rannsókninni býr barnafólk almennt við þyngri byrði húsnæðiskostnaðar en barnlausir, hærra hlutfall foreldra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín en í fyrra og eru þeir líklegri til að vera með yfirdrátt en aðrir. Þá býr tæplega fjórðungur einhleypra foreldra við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Andleg heilsa ungra kvenna, einhleypra mæðra er auk þess áberandi verri en annarra hópa en ríflega helmingur þeirra býr við slæma andlega heilsu. Staða innflytjenda mælist markvert verri en innfæddra Íslendinga fjórða árið í röð. Hærra hlutfall þeirra á erfitt með að ná endum saman, getur ekki mætt óvæntum útgjöldum og hafa ekki getað greitt fyrir grunnþætti fyrir börnin sín. Auk þess er staða innflytjenda á húsnæðismarkaði gjörólík stöðu innfæddra. Innflytjendur eru í mun minna mæli í eigin húsnæði, búa við þyngri húsnæðisbyrði og hafa oftar flutt og búa í meira mæli í húsnæði sem hentar illa. Meira en helmingur innflytjenda á Íslandi sér fyrir sér að setjast hér að til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Rannsóknin náði til félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB – heildarsamtaka stéttafélaga starfsmanna í almannaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem könnun á lífsskilyrðum launafólks er gerð og hefur fjöldi svara aldrei verið meiri en nú en yfir 21.000 svör bárust. Helstu niðurstöður „Niðurstöður könnunarinnar sem var lögð fyrir félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB sýna: Fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman: 11% launafólks búa við skort á efnislegum gæðum og hefur hlutfallið hækkað milli ára. Tæplega fjögur af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Staða foreldra versnar milli ára þar sem hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín: Tæplega tveir af hverjum tíu foreldrum hafa ekki ráð á að gefa börnum sínum afmælis- og/eða jólagjafir og lítið lægra hlutfall getur ekki greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Þá er barnafólk líklegra til að vera með yfirdrátt en aðrir hópar. Staða einhleypra foreldra er mun verri en sambúðarfólks og hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Fjárhagsstaða einhleypra foreldra er verst meðal vinnandi fólks: Tæplega sex af hverjum tíu í hópi einhleypra foreldra eiga erfitt með að ná endum saman. Tæplega fjórðungur býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum og sama á við um ríflega fimm af hverjum tíu einhleypum feðrum. Fjórða árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga: Tæplega helmingur innflytjenda á erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda býr við skort á efnislegum gæðum en innfæddir Íslendingar. Tæplega helmingur búa við slæma andlega heilsu. Þriðjungur launafólks býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði: Fjárhagsstaða fólks í óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði er verst. Fjórðungur þeirra býr við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fólk á aldrinum 31 - 40 ára er líklegra en aðrir aldurshópar til að búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði. Ríflega helmingur einhleypra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rúmlega 30% launafólks búa við slæma andlega heilsu. Hæst er hlutfall einhleypra mæðra og ungra kvenna sem búa við slæma andlega heilsu en sama á við um hátt hlutfall innflytjenda og einhleypra feðra. Þriðjungur innflytjenda hefur orðið fyrir mismunun á vinnumarkaði á síðustu tveimur árum vegna uppruna: Atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög mikil og sérstaklega er áberandi að fleiri innflytjendakonur eru í launuðu starfi og fullu starfi samanborið við innfæddar konur. Einnig er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra með menntun á háskólastigi. Hins vegar hefur lægra hlutfall þeirra en innfæddra fengið menntun sína metna á Íslandi. Innflytjendur sem hafa átt í erfiðleikum með að fá starf hér á landi telja skort á íslenskukunnáttu helstu hindrunina. Helsta ástæða þess að hafa ekki sótt íslenskunám er tímaskortur. Tæplega sjö af hverjum tíu innflytjendum hafa búið á Íslandi í fimm ár eða lengur og meira en helmingur fluttist til landsins vegna vinnu. Helmingur innflytjenda vill setjast að á Íslandi til frambúðar.“ Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem kynnt var í hádeginu. Þar kemur fram að hærra hlutfall nú en fyrir ári síðan hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Könnunin tekur á lífsskilyrðum launafólks, en almennt er skýrslan sögð gefa til kynna að staða launafólks sé heilt yfir sambærileg stöðu þess fyrir ári síðan en verri en árið 2022. „Hins vegar benda niðurstöður til þess að grípa þurfi til aðgerða til að bæta stöðu tiltekinna hópa samfélagsins. Staða foreldra versnar milli ára en samkvæmt rannsókninni býr barnafólk almennt við þyngri byrði húsnæðiskostnaðar en barnlausir, hærra hlutfall foreldra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín en í fyrra og eru þeir líklegri til að vera með yfirdrátt en aðrir. Þá býr tæplega fjórðungur einhleypra foreldra við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Andleg heilsa ungra kvenna, einhleypra mæðra er auk þess áberandi verri en annarra hópa en ríflega helmingur þeirra býr við slæma andlega heilsu. Staða innflytjenda mælist markvert verri en innfæddra Íslendinga fjórða árið í röð. Hærra hlutfall þeirra á erfitt með að ná endum saman, getur ekki mætt óvæntum útgjöldum og hafa ekki getað greitt fyrir grunnþætti fyrir börnin sín. Auk þess er staða innflytjenda á húsnæðismarkaði gjörólík stöðu innfæddra. Innflytjendur eru í mun minna mæli í eigin húsnæði, búa við þyngri húsnæðisbyrði og hafa oftar flutt og búa í meira mæli í húsnæði sem hentar illa. Meira en helmingur innflytjenda á Íslandi sér fyrir sér að setjast hér að til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Rannsóknin náði til félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB – heildarsamtaka stéttafélaga starfsmanna í almannaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem könnun á lífsskilyrðum launafólks er gerð og hefur fjöldi svara aldrei verið meiri en nú en yfir 21.000 svör bárust. Helstu niðurstöður „Niðurstöður könnunarinnar sem var lögð fyrir félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB sýna: Fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman: 11% launafólks búa við skort á efnislegum gæðum og hefur hlutfallið hækkað milli ára. Tæplega fjögur af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Staða foreldra versnar milli ára þar sem hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín: Tæplega tveir af hverjum tíu foreldrum hafa ekki ráð á að gefa börnum sínum afmælis- og/eða jólagjafir og lítið lægra hlutfall getur ekki greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Þá er barnafólk líklegra til að vera með yfirdrátt en aðrir hópar. Staða einhleypra foreldra er mun verri en sambúðarfólks og hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Fjárhagsstaða einhleypra foreldra er verst meðal vinnandi fólks: Tæplega sex af hverjum tíu í hópi einhleypra foreldra eiga erfitt með að ná endum saman. Tæplega fjórðungur býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum og sama á við um ríflega fimm af hverjum tíu einhleypum feðrum. Fjórða árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga: Tæplega helmingur innflytjenda á erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda býr við skort á efnislegum gæðum en innfæddir Íslendingar. Tæplega helmingur búa við slæma andlega heilsu. Þriðjungur launafólks býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði: Fjárhagsstaða fólks í óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði er verst. Fjórðungur þeirra býr við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fólk á aldrinum 31 - 40 ára er líklegra en aðrir aldurshópar til að búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði. Ríflega helmingur einhleypra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rúmlega 30% launafólks búa við slæma andlega heilsu. Hæst er hlutfall einhleypra mæðra og ungra kvenna sem búa við slæma andlega heilsu en sama á við um hátt hlutfall innflytjenda og einhleypra feðra. Þriðjungur innflytjenda hefur orðið fyrir mismunun á vinnumarkaði á síðustu tveimur árum vegna uppruna: Atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög mikil og sérstaklega er áberandi að fleiri innflytjendakonur eru í launuðu starfi og fullu starfi samanborið við innfæddar konur. Einnig er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra með menntun á háskólastigi. Hins vegar hefur lægra hlutfall þeirra en innfæddra fengið menntun sína metna á Íslandi. Innflytjendur sem hafa átt í erfiðleikum með að fá starf hér á landi telja skort á íslenskukunnáttu helstu hindrunina. Helsta ástæða þess að hafa ekki sótt íslenskunám er tímaskortur. Tæplega sjö af hverjum tíu innflytjendum hafa búið á Íslandi í fimm ár eða lengur og meira en helmingur fluttist til landsins vegna vinnu. Helmingur innflytjenda vill setjast að á Íslandi til frambúðar.“
Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira